fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Áunnin réttindi félagsmanna verði virt

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sameiginlegum baráttufundi ellefu aðildarfélaga BHM í morgun var samþykkt ályktun þar sem fullum stuðningi er lýst við kröfur samninganefnda félaganna í yfirstandandi kjaraviðræðum við ríkið. Viðsemjendur eru hvattir til að virða áunnin réttindi félagsmanna og þess er krafist að í yfirstandandi kjaraviðræðum verði raunveruleg skref tekin til styttingar vinnuvikunnar, án þess að kjör og réttindi verði skert, segir í tilkynningu.

Húsfyllir var á fundinum en þar fóru forsvarsmenn félaganna yfir stöðuna í viðræðunum við ríkið og kynntu helstu sjónarmið og áherslur. Kjarasamningar félaganna við ríki og sveitarfélög hafa nú verið lausir í tæplega átta mánuði eða frá 1. apríl síðast liðnum og hafa viðræður enn sem komið er litlum árangri skilað.

Félögin ellefu eru: Dýralæknafélag Íslands, Félag geislafræðinga, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag lífeindafræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands, Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Ljósmæðrafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands og Þroskaþjálfafélag Íslands.

Ályktun fundarins sem samþykkt var einróma, er eftirfarandi:

Sameiginlegur kjarafundur félagsmanna 11 aðildarfélaga BHM haldinn 20. nóvember 2019 lýsir yfir fullum stuðningi við kröfur og áherslur samninganefnda félaganna í yfirstandandi kjaraviðræðum við ríkið og harmar þann seinagang sem er í viðræðunum. Fundurinn hafnar kjararýrnun og hvetur viðsemjendur til að virða áunnin réttindi félagsmanna. Krafist er 500 þúsund króna lágmarkslauna fyrir háskólamenntaða. Óhóflegt álag á starfsfólk innan almannaþjónustu á vegum hins opinbera er viðvarandi og þekkt að slíkt er heilsuspillandi. Fundurinn krefst þess að viðsemjendur taki raunveruleg skref til styttingar vinnuvikunnar án þess að skerða kjör og réttindi. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk