Mánudagur 18.nóvember 2019
Eyjan

Aðdáunarverðar Rauðsokkur – og vinkonur mömmu

Egill Helgason
Laugardaginn 2. nóvember 2019 23:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mér til mikillar ánægju rakst ég á þessa ljósmynd. Þetta er frá athöfn þar sem Jafnréttisráð heiðraði Rauðsokkur. Yst til hægri á myndinni er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Rauðsokkurnar voru að koma fram þegar ég var svona tíu ára. Þær vöktu óhemju athygli þegar þær gengu niður Laugaveg 1. maí 1970 með stórt líkneski af konu þar sem var letrað á borða „Manneskja, ekki markaðsvara“.

Á árunum þar á eftir höfðu Rauðsokkurnar gríðarleg áhrif á samfélagið. Það var gert grín að þeim, þær hæddar og spottaðar, margir hneyksluðust, en málstaðurinn var góður og þær biluðu ekki. Þær voru auðvitað hluti af hreyfingu sem náði út um víða veröld – frumherjar og frumkvöðlar. Þær ruddu braut.

Sjálfur fylgdist ég vel með þessu vegna móður minnar, Guðrúnar Ólafsdóttur, hún var virk í kvenfrelsisbaráttunni og margar konurnar á myndinni hér að ofan eru góðar vinkonur hennar. Mamma þjáist af heilabilun og dvelur á hjúkrunarheimili. En það er ekki síst vegna hennar að mér þykir vænt um að sjá þessa mynd.

Á myndinni eru í efri röð: Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Jafnréttisráðs, Þuríður Pétursdóttir, Hildur Hákonardóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Edda Óskarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Neðri röð: Lilja Ólafsdóttir, Vilborg Sigurðardóttir, Helga Ólafsdóttir, Björg Einarsdóttir og Gerður Óskarsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ágúst Ólafur ósáttur við að framlög séu ekki hækkuð til SÁÁ – Fór sjálfur í meðferð – „Þetta er ekki flokkspólitískt mál.“

Ágúst Ólafur ósáttur við að framlög séu ekki hækkuð til SÁÁ – Fór sjálfur í meðferð – „Þetta er ekki flokkspólitískt mál.“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir Björn Leví hafa rassskellt Ágúst Ólaf

Segir Björn Leví hafa rassskellt Ágúst Ólaf
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Síldarvinnslan segir orðin slitin úr samhengi – „Villandi og rangur fréttaflutningur“

Síldarvinnslan segir orðin slitin úr samhengi – „Villandi og rangur fréttaflutningur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Már neitar fyrir að hafa greitt mútur

Þorsteinn Már neitar fyrir að hafa greitt mútur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lýsir hvernig hægt er að vigta framhjá og múta íslenskum stjórnmálamönnum -„Til dæmis Samherji og Brim“

Lýsir hvernig hægt er að vigta framhjá og múta íslenskum stjórnmálamönnum -„Til dæmis Samherji og Brim“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristinn Hrafnsson: „Þorsteinn Már lenti jú í nauðgun í Namibíu“

Kristinn Hrafnsson: „Þorsteinn Már lenti jú í nauðgun í Namibíu“