fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Píratar hrauna yfir „plástrapóítík“ ríkisstjórnarinnar: „Í versta falli algjört skeytingarleysi“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 21:00

Kristján Þór Júlíusson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirlýsing þingflokks Pírata vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við Samherjamálinu birtist á Facebook-síðum nokkurra þingmanna pírata fyrr í kvöld.

Í yfirlýsingunni kemur fram að Píratar séu vonsviknir með vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í málinu, sem þau segja beita „plástrapólitík“.

„Þingflokkur Pírata lýsir yfir djúpum vonbrigðum með viðbrögð ríkisstjórnarinnar við Samherjamálinu. Ekki stendur til að tryggja auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem verndað getur almenning frá álíka auðlindaráni og namibíska þjóðin upplifir af hálfu Samherja. Eins stendur ekki til að endurskoða þau ákvæði laga um veiðigjöld um aðskilnað veiða og vinnslu sem gera útgerðarrisum eins og Samherja kleift að nota bókhaldsbrellur til þess að komast hjá því að greiða sanngjarnan arð af auðlindum þjóðarinnar. Í stað þess að ráðast í raunverulegar kerfisbreytingar á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu til þess að sporna gegn spillingu og misnotkun einkennast viðbrögð ríkisstjórnarinnar af skammsýni og plástrapólitík.“

Í yfirlýsingunni segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu útvatnaðar og snúist um að láta Ísland líta sem best út, í stað þess að taka á málinu fyrir alvöru.

„Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið virðist ríkisstjórnin ætla að beita sömu aðferðum og notaðar hafa verið til þess að klóra yfir flest undanfarin spillingarmál: Minni háttar útvatnaðar aðgerðir sem koma til framkvæmda á óskilgreindum tíma í bland við fegrunaraðgerðir á erlendri grundu til að gæta þess að íslensk spilling skemmi orðspor Íslands ekki um of.“

Þá er sérstök áhersla sett á Kristján Þór Júlísson sjávarútvegsráðherra. Vegna þess að hann hafi setið fund er varðaði ákvarðanir í Samherjamálinu, þrátt fyrir að hafa hafa haldið því fram að hann kæmi ekki nálægt málinu.

„Sú staðreynd að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi setið fund ríkisstjórnarinnar þar sem tekin var ákvörðun um viðbrögð við Samherjamálinu sýnir hversu lítil innistæða er fyrir yfirlýsingum forsætisráðherra um að skapa traust á stjórnmálum. Forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra hafa ítrekað lýst því yfir að Kristján Þór Júlíusson segði sig frá öllum málum tengdum Samherja. Þingflokkur Pírata gefur lítið fyrir tæknilega útúrsnúninga forsætisráðherra um að Kristján Þór hafi einungis sagt sig frá stjórnvaldsákvörðunum sem varða Samherja einan. Vera hans á fundi ríkisstjórnarinnar og þátttaka í ákvörðunum um Samherja lýsir í besta falli skilningsleysi á afleiðingum þess að segja sig frá málum og í versta falli algjöru skeytingarleysi um sannleikann.“

Að lokum ætlast Píratar til þess að Kristján Þór upplýsi um fundarefni sín við forsvarsmenn Samherja, alveg frá því að hann tók við embætti sjávarútvegsráðherra

„Loks kallar þingflokkur Pírata eftir því að sjávarútvegsráðherra upplýsi um alla fundi sem hann hefur setið með forsvarsmönnum Samherja frá því að hann tók við embætti sínu, efni þeirra og fundargerðir ef þeim er að skipta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“