fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Hannes Hólmsteinn um ríka menn og Þorstein Má – „Happafengur í hverju landi“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. nóvember 2019 16:39

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir ríka menn sem skapað hafa auð sinn sjálfir, vera uppsprettu framfara og happafeng. Birtir hann mynd af Þorsteini Má Baldvinssyni með færslu sinni, sem nýlega hætti sem forstjóri Samherja tímabundið, vegna rannsóknar á mútumálum fyrirtækisins í Namibíu.

„Ríkir menn og þá sérstaklega þeir, sem skapað hafa auð sinn sjálfir, eru happafengur í hverju landi. Þeir veita öðrum atvinnu, um leið og þeir nota ýmist auð sinn til fjárfestinga eða neyslu og gagnast með því öðrum. Þeir veita ríkisvaldinu oft nauðsynlegt viðnám og lækka tilraunakostnað nýrrar vöru, sem er upphaflega munaður og verður síðan á færi almennings, jafnframt því sem þeir eru uppspretta áhættufjármagns og um leið framfara. Hvort halda menn, að gerðar séu fleiri tilraunir, ef fimm manna stjórn opinbers sjóðs ráða ferð en ef sjóðurinn dreifist frekar á þúsund auðmenn?“

Hannes hefur áður sagt að í gangi sé ógeðfelld hatursherferð gegn Þorsteini Má, sem sé skapandi dugnaðarforkur og finnst greinilega nauðsynlegt að taka upp hanskann fyrir Þorstein.

Sjá einnig: Stjórnmálafræðingar takast á um Samherjamálið – Hannes segir ógeðfellda hatursherferð vera í gangi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu