fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

„Sennilega mesta áfall sem þjóðin hefur orðið fyrir eftir hrun“

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 14:36

Þorsteinn Pálsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er auðvitað bara mjög alvarlegt og sennilega mesta áfall sem þjóðin hefur orðið fyrir eftir hrun,“ segir Þorsteinn Pálsson um Samherjamálið.

Þorsteinn er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætis-, sjávarútvegs-, fjármála- og dómsmálaráðherra. Hann var einn af gestum Silfursins hjá Agli Helgasyni í dag og segir:

„Þarna eru uppi álitamál sem fara fyrir dómstóla, spurning hvort þetta voru mútur og skattsvik. Það mun taka mörg ár. Hitt lítur að því að byggja upp traust, sem hefur hrunið á milli eigenda auðlindarinnar og þeirra sem hafa nýtingarréttinn.“

Þorsteinn segir að Samherjamálið sé þannig vaxið að nú þurfi að fá óháða aðila til að meta hvað Samherji hafi borgað samanlagt fyrir veiðirétt í Namibíu og hvernig það sé í samræmi við greiðslur hér heima. Hann telur að Sjávarútvegsráðherra þurfi að hafa forystu um það.

„Menn hafa verið að gagnrýna hann fyrir að hafa hringt í vin sinn og spyrja hvernig honum liði. Ég get ekki tekið undir þá gagnrýni. Mér finnst það bara vera eðlilegur drengskapur og íslenskt. Það á ekki að gera það pólitískt tortryggilegt. En mér finnst að hann hafi líka átt að hringja í þjóðina og spyrja hvernig henni liði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Um átta af hverjum tíu óánægð með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra

Um átta af hverjum tíu óánægð með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir