fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Eyjan

Björgólfur, Íslandsstofa og Samherji

Egill Helgason
Föstudaginn 15. nóvember 2019 22:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Kristmannsdóttir, forstjóri Pfaff sem áður var varaformaður Samtaka atvinnulífsins, var í útvarpinu í morgun. Hún gagnrýndi SA fyrir þögn um Samherjamálið og sagði að staðreyndin væri sú að sjávarútvegurinn hefði alltof mikið vægi innan samtakanna. Margrét sagði:

„Það eru 85 pró­sent aðrir í atvinnu­líf­inu sem vilja að SA stígi fram og lýsi því yfir að þetta sé með öllu óásætt­an­leg og að svona starfi ekki alvöru fyr­ir­tæki.“

Yfirlýsing frá SA kom loks í dag, þar sagði að samtökin væru „slegin“ yfir málinu.

Hinn nýji, væntanlega tímabundni, forstjóri Samherja er Björgólfur Jóhannsson. Björgólfur er þekktastur fyrir að vera fyrrverandi forstjóri Icelandair, en hann hefur bakgrunn í sjávarútvegi, starfaði meira að segja hjá Samherja, fyrst sem endurskoðandi, en síðar sem framkvæmdastjóri nýsköpunar- og þróunarsviðs. Hann var síðan forstjóri Síldarvinnslunnar, en á þeim tíma eignaðist stærsta hlutinn í fyrirtækinu.

Björgólfur varð seinna stjórnarformaður Samtaka atvinnulífisins – samtökunum þar sem Margrét Kristmannsdóttir segir að útgerðin ráði lögum og lofum, umfram það sem efni standa til. Þá var hann forstjóri Icelandair. Björgólfur lét svo af báðum þessum störfum og tók við sem stjórnarformaður Íslandsstofu. Íslandsstofa starfar á hálfopinberum grunni, en staðreyndin er að þar kemst ekki mikið að sem ekki er fiskur eða flug.

Björgólfur lætur af því starfi tímabundið, að því sagt er, meðan hann starfar sem forstjóri Samherja. Varaformaðurinn, Hildur Árnadóttir, fær að halda stólnum heitum fyrir hann.

Menn virðast enn ekki hafa séð neitt athugavert við að maður í þessari stöðu stígi úr slíku starfi, sem byggir á því að efla orðspor Íslands á erlendri grund og yfir í forstjórastól fyrirtækis sem virðist vera að valda þessu sama orðspori gríðarlegu tjóni. Hann tekur við fyrirtæki sem berst í því að verja orðstír sinn – og hættir til þess tímabundið hjá stofnun sem á allt undir góðum orðstír en telur að því virðist sjálfsagt að hann eigi afturkvæmt þangað.

Þetta er viss þversögn – en svona virkar kannski bara það sem á ensku kallast old boys network. Má ef til vill þýða sem karlaklúbburinn.

Björgólfur hefur, meðfram því að hann tekur við forstjórastarfinu, sagt að hann trúi ekki ásökunum á hendur Samherja. Það er kannski skiljanlegt miðað við starfið sem hann hefur tekið að sér, ferli hans í viðskiptalifinu og gömul tengsl við Samherja. Hann tekur orð Samherjamanna góð og gild.. En gæti orðið honum til trafala í starfinu hjá Íslandsstofu, ef annað kemur á daginn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveig sakar Björn um andlegt ofbeldi – „Ég ákvað að verða samt alltaf leið þegar það gerist“

Sólveig sakar Björn um andlegt ofbeldi – „Ég ákvað að verða samt alltaf leið þegar það gerist“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Morgunblaðið tekur undir sjónarmið Sigmundar Davíðs og hampar umdeildri grein hans í leiðara

Morgunblaðið tekur undir sjónarmið Sigmundar Davíðs og hampar umdeildri grein hans í leiðara
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jónas prófessor heldur áfram að hrauna yfir Borgarlínuna – „Eftiröpun antibílista á norskum vegi“

Jónas prófessor heldur áfram að hrauna yfir Borgarlínuna – „Eftiröpun antibílista á norskum vegi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Mogginn tætir í sig verkalýðshreyfinguna: „Herskár sósíalismi ber dauðann í sér“

Mogginn tætir í sig verkalýðshreyfinguna: „Herskár sósíalismi ber dauðann í sér“