fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Skipulögð glæpastarfsemi í fiskveiðum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotastarfsemi tengd fiskveiðum er ekki ný af nálinni og hefur þrifist mikið í tengslum við veiðar við Afríkustrendur. Þangað hafa komið flotar víðs vegar að úr heiminum, frá Evrópulöndum, Rússlandi og Kina, náð undir sig fiskveiðikvótum og ryksugað upp fisk – til að mæta óseðjandi eftirspurn eftir fiskmeti í heimi þar sem fiskistofnum hrakar stöðugt.

Þeir hafa notið þess að eftirlit er lélegt meðfram Afríkuströndum, að auðvelt er að kaupa sig inn í fyrirtæki þar, eignast kvóta – mútugreiðslur eru ríkulegur þáttur í því.

Á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna má nú lesa fróðlegan texta sem fjallar um glæpi tengda fiskveiðum og segir þar meðal annars:

„Skipulögð glæpastarfsemi hefur þrifist í fiskveiðigeiranum og notið umtalsverðs refsileysis vegna lítillar áhættu og mikils ágóða annars vegar og óskilvirks löggæslustarfs heimafyrir og á alþjóðavettvangi.”

Á heimasíðunni er einnig vitnað til svokallaðrar Kaupmannahafnaryfirlýsingar um skipulagða glæpastarfsemi í fiskveiðum, hún var gefin út fyrir ári. Noregur, Grænland og Færeyjar eiga aðild að þessari yfirlýsingu – auk Namibíu. Íslands er hins vegar ekki getið. Aðildarríkin eru alls 23. Í yfirlýsingunni segir ennfremur.

„Við erum sannfærð um nauðsyn þess að alþjóðasamfélagið viðurkenni tilvist skipulagðrar glæpastarfsemi þvert á landamæri í hinum hnattræna fikiðnaði og að þessi starfsemi hafi alvarleg áhrif á efnahag, skekki markaði, spilli umhverfinu og grafi undan mannréttindum.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“