Mánudagur 09.desember 2019
Eyjan

Segir Ásmund fara með talnaþvælu í fjölmiðlum – „Falsfréttir ógna upplýstri umræðu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir Ásmund Friðriksson ekki fara rétt með tölur þegar kemur að framlagi ríkisins til heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, líkt og fram komi í svörum hans í Suðurnesjablaðinu. Segir hún um falsfréttir að ræða:

„Falsfréttir ógna upplýstri umræðu. Ásmundur Friðriksson fer með falsfréttir þegar hann segir í blaðinu Suðurnes að framlög til heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hækki um tæpar 637 milljónir króna milli áranna 2018 og 2020. Þetta er rangt hjá Ásmundi – því miður.“

Birtir Oddný síðan þær tölur sem hún segir vera réttar:

  • Heilsugæsla: 1.347,7 (2018), 1.790,2 (2019), 1.976,7 (2020)
  • Sjúkrasvið: 1.605,7 (2018), 1.145,6 (2019), 1.158,1 (2020)
  • Samtals: 2.953,4 (2018), 2.935,8 (2019), 3.134,8 (2020)

Ríkisstjórnin svelti HSS

Telur hún að framsetning Friðriks sé gerð til að fegra óþægilegan sannleika:

„Á tölunum má sjá að bókhaldsleg tilfærsla varð á milli sjúkrasviðs HSS og heilsugæslusviðs á milli áranna 2018 og 2019. Ásmundur lætur eins og aukning til heilsugæslu sé hrein viðbót til stofnunarinnar – sem er þvæla. Hitt rétta er að ríkisstjórnin sem Ásmundur styður sveltir eina helstu og mikilvægustu stofnun Suðurnesjamanna. Ekkert tillit er tekið til fjölgunar eða íbúasamsetningar á Suðurnesjum í fjárlögum ríkisstjórnarinnar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Efnahagslægð og niðurskurður á næsta leiti – Búast við að fækka starfsfólki um 600 manns

Efnahagslægð og niðurskurður á næsta leiti – Búast við að fækka starfsfólki um 600 manns
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Katrínu pólitíska skræfu sem klikkaði í dauðafæri- „Auðstéttin hefur öll tromp á hendi“

Segir Katrínu pólitíska skræfu sem klikkaði í dauðafæri- „Auðstéttin hefur öll tromp á hendi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ísland með ódýrustu heilbrigðisþjónustuna af Norðurlöndunum en lægstu framlögin – „Afleiðingarnar eru öllum augljósar“

Ísland með ódýrustu heilbrigðisþjónustuna af Norðurlöndunum en lægstu framlögin – „Afleiðingarnar eru öllum augljósar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur í jólaskapi – Sjáðu upphæð desemberuppbótarinnar

Ásmundur í jólaskapi – Sjáðu upphæð desemberuppbótarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fangar fá loksins geðheilbrigðisþjónustu – „Ekki aðeins viðunandi, heldur þannig að við getum verið stolt af“

Fangar fá loksins geðheilbrigðisþjónustu – „Ekki aðeins viðunandi, heldur þannig að við getum verið stolt af“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Íslensk stjórnvöld beðin um að uppræta spillingu í Angóla vegna Samherjamálsins

Íslensk stjórnvöld beðin um að uppræta spillingu í Angóla vegna Samherjamálsins