fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Eyjan

Metfjöldi flóttafólks á leiðinni til Íslands – Koma frá Sýrlandi, Afganistan og Kenýa

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Íslands samþykkti þann 8. nóvember síðastliðinn tillögu flóttamannanefndar þess efnis að tekið yrði á móti 85 einstaklingum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Um er að ræða fjölmennustu móttöku flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Er það í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kveður á um að Íslandi taki á móti fleira flóttafólki.

Í samræmi við tillögur Flóttamannastofnunar SÞ var ákveðið að tekið yrði á móti einstaklingum frá þremur svæðum:

  • Tekið verði á móti sýrlensku flóttafólki sem er í Líbanon en Sýrlendingar eru enn fjölmennasta þjóðin sem hefur þörf fyrir vernd. Staða Sýrlendinga í Líbanon fer síversnandi. Má þar nefna að um 55% barna hafa ekki aðgang að formlegri menntun. Þar af hafa 40% engan aðgang að menntun og innan við 5% barna á aldrinum 15–18 ára hafa möguleika á menntun.
  • Tekið verði á móti flóttafólki sem er í Keníu. Flóttamannastofnun áætlar að 45 þúsund manns séu í brýnni þörf fyrir að komast sem kvótaflóttafólk frá Keníu á þessu ári. Stofnunin hefur skilgreint fjóra hópa sem eru sérlega viðkvæmir. Það eru hinsegin flóttafólk, flóttafólk frá Suður-Súdan, flóttafólk sem hefur tekið þátt í stjórnmálum, mannréttindabaráttu og blaðamennsku og flóttafólk frá Sómalíu sem hefur sértækar þarfir.
  • Tekið verði á móti afgönsku flóttafólki sem er í Íran. Áætlað er að 2,6 miljónir flóttafólks séu Afganar en átök í Afganistan hafa staðið yfir í langan tíma og því hafa margir dvalið langtímum saman í flóttamannabúðum. Afganskar konur og stúlkur eru í sérlega viðkvæmri stöðu vegna kynbundins ofbeldis, þvingaðra hjónabanda og annarra hefða sem tengjast uppruna þeirra, kyni og stöðu.

Íslensk stjórnvöld hafa eflt móttöku flóttafólks markvisst frá árinu 2015 en frá þeim tíma hafa þau tekið á móti 247 einstaklingum. Frá árinu 2015 hafa fimmtán sveitarfélög tekið á móti hópum og þar af voru sjö sveitarfélög að taka á móti kvótaflóttafólki í fyrsta sinn. Meiri hlutinn kom frá Sýrlandi en einnig frá Írak, Úganda, Kongó, Simbabve, Rúanda, Súdan og Kamerún.

Móttaka flóttafólks á Íslandi hefur þótt takast vel að mati Flóttamannastofnunar. Sá undirbúningur sem flóttafólkið fær áður en það ferðast til Íslands og móttaka hérlendis þykir til fyrirmyndar.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) skilgreinir nú 19,9 milljónir einstaklinga sem flóttafólk og áætlar stofnunin að af þeim séu 1,44 milljónir í brýnni þörf fyrir að komast í öruggt skjól sem kvótaflóttafólk. Eingöngu 4% af þeim einstaklingum komust í öruggt skjól á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Efling krefst þess að erlendir starfsmenn fái betri upplýsingar um COVID-19

Efling krefst þess að erlendir starfsmenn fái betri upplýsingar um COVID-19
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Franklin opnar á þingframboð – „Tígrisdýrin breyta ekki röndunum á sér.“

Guðmundur Franklin opnar á þingframboð – „Tígrisdýrin breyta ekki röndunum á sér.“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðni hjólar í Dag – „Ég hef aldrei á langri ævi horft á ann­an eins skrípaleik“

Guðni hjólar í Dag – „Ég hef aldrei á langri ævi horft á ann­an eins skrípaleik“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Ísland ekki stikkfrí í nýju köldu stríði

Segir Ísland ekki stikkfrí í nýju köldu stríði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir Ásmund harðlega: „Eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup“

Gagnrýnir Ásmund harðlega: „Eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Icelandair stefnir á að ljúka samningum í vikulok – Gengisveiking styður við endurreisn félagsins

Icelandair stefnir á að ljúka samningum í vikulok – Gengisveiking styður við endurreisn félagsins