fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Segir baráttu heilbrigðisyfirvalda gegn gosdrykkjum byggða á úreltum gögnum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. nóvember 2019 15:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag atvinnurekenda hefur skrifað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra bréf og ítrekað boð sitt og félagsmanna sinna um samstarf við ráðuneytið og stofnanir þess um að tryggja að vinna stjórnvalda byggi á réttum gögnum um sykurneyslu. Þetta kemur fram á vef FA.

„FA hefur bent á að í aðgerðaáætlun Landlæknisembættisins gegn sykurneyslu er byggt á gögnum um gosdrykkjaneyslu, sem eru orðin átta ára gömul og félagið telur þar að auki rangtúlkuð. Á átta árum hefur hlutdeild sykraðra gosdrykkja lækkað úr 60% í 40%, um leið og hlutdeild kolsýrðs vatns tvöfaldaðist. Heilbrigðisráðuneytið og Landlæknisembættið hafa sýnt áreiðanlegum gögnum um mikinn samdrátt í neyslu Íslendinga á sykruðu gosi – án opinberrar neyslustýringar – einkennilega lítinn áhuga,“

segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

FA benti á að Landlæknisembættið hefði ekki sinnt óskum framleiðenda og innflytjenda gosdrykkja um samtal um það hvernig megi tryggja að gögn, sem embættið byggir tillögur sínar á, séu rétt. Ráðuneytið svaraði ekki þessu bréfi, samkvæmt vef FA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“