fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Eyjan

Reykjavík hlýtur gullverðlaun sem Destination 2020

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. nóvember 2019 19:00

Mynd af vef Reykjavíkurborgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavík hlaut í gær gullverðlaun sem Destination 2020 á Travel News Market, stærstu ferðasýningu sem haldin er í Svíþjóð. Greint er frá þessu á vef Reykjavíkurborgar.

Gullverðlaunin voru veitt í flokknum “premium” fyrir helgarferð sem merkir að flestir premium ferðamenn segjast vilja ferðast til Íslands í helgarferð, eða alls 18.1%. Í öðru sæti var Róm og París í þriðja sæti.

Samkvæmt skilgreiningu alþjóðlega markaðsrannsóknafyrirtækisins YouGov sem gerði könnunina eru Premium ferðamenn þeir sem vilja fyrst og fremst einstaka upplifun og eru tilbúnir að verja meiri fjármunum meira til þess að ná því markmiði. Einnig voru veitt verðlaun í flokknum Budgetresenär, þ.e. ferðamenn sem vilja ferðast á ódýran máta og flokknum Trygghet, ferðamenn sem kjósa öryggi s.s. pakkaferðir. Undirflokkar voru helgarferð, vikuferð og langferð.

Könnunin var lögð fyrir í september og voru rúmlega tvö þúsund Svíar í úrtakinu. Könnunin var gerð á vegum Travel News sem er stærsta fagtímarit Svíþjóðar á sviði ferðaþjónustu. Tilgangur könnunarinnar var að komast að því hvaða áfangastaðir eru vinsælastir í dag meðal sænskra ferðamanna.

Sendiráð Íslands í Svíþjóð tók þátt í sýningunni og kynnti land og þjóð fyrir áhugasömum aðilum úr ferðaþjónustunni.

Sjá frétt Travel News um verðlaunin

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Örvænting grípur um sig meðal uppgjafaráðherra

Orðið á götunni: Örvænting grípur um sig meðal uppgjafaráðherra