fbpx
Mánudagur 23.nóvember 2020
Eyjan

Nafngreinir útgerðarmanninn sem sveik undan skatti – „Fyrrum sveitarstjórnarmaður Sjálfstæðisflokksins“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. nóvember 2019 15:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útgerðarmaður var dæmdur á dögunum í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi og greiðslu sektar upp á rúmar 36 milljónir króna í Héraðsdómi Vesturlands, vegna meiriháttar skattalagabrots og peningaþvættis. Var honum gert að sök að hafa ekki gefið upp noktun á erlendu kreditkorti sem skattaskjólsfélag í eigu Sigurðar Gísla Björnssonar greiddi fyrir, samkvæmt frétt RÚV.

Taldi hann ekki fram réttar tekjur í skattaskýrslum árin 2013-2015, en þar vantaði 45 milljónir króna.

Gunnar nafngreinir manninn

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, greinir frá nafni mannsins á Facebook, og deilir frétt RÚV inn í Facebook-hóp sósíalista:

„Útgerðarmaðurinn sem dæmdur var fyrir skattsvik er Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihús Hellissands hf., stjórnarmaður í Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (áður LÍÚ) og fyrrum sveitarstjórnarmaður Sjálfstæðisflokksins á Hellissandi og í Snæfellsbæ.“

Ein umfangsmesta skattarannsókn síðari tíma

Samkvæmt dómnum gaf Ólafur ekki upp tekjur frá Sæmarki Sjávarafurðum upp á 10 milljónir, né notkun sína á erlendu kreditkorti sem forsvarsmaður fyrirtækisins, Sigurður Gísli, greiddi fyrir. Greiðslurnar voru inntar af hendi frá félagi Sigurðar, Freezing point corp. sem finna má í Panamaskjölunum, en fyrirtæki Sigurðar Gísla hafa verið til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara og stendur rannsókn enn yfir, en samkvæmt RÚV er hún ein sú umfangsmesta skattrannsókn síðari tíma.

Voru eignir Sigurðar fyrstar og hald lagt á bankareikninga hans árið 2017.

Fréttatíminn sálugi fjallaði um mál Sigurðar Gísla á sínum tíma, en miðillinn var þá undir stjórn Gunnars Smára.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ver umdeilda skoðun sína – „Sjálfur er ég mikill sérfræðingur í smitsjúkdómum“

Ver umdeilda skoðun sína – „Sjálfur er ég mikill sérfræðingur í smitsjúkdómum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kjartan er látinn – Merkur ferill

Kjartan er látinn – Merkur ferill
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís fylgist með Landakotsmálinu en getur ekki tjáð sig á þessu stigi

Svandís fylgist með Landakotsmálinu en getur ekki tjáð sig á þessu stigi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur felldi tár vegna frétta seinustu helgar – „Ekki sýna fólki vanvirðingu. Ekki vera siðlaus egóisti“

Guðmundur felldi tár vegna frétta seinustu helgar – „Ekki sýna fólki vanvirðingu. Ekki vera siðlaus egóisti“