fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ekið á áttræða konu og Ásta hefur fengið nóg – „Vona að borgarfulltrúar okkar taki þessari ábendingu“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. nóvember 2019 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásta Dís Óladóttir, lektor við HÍ og íbúi við Bústaðaveg, biðlar til borgarfulltrúa á Facebook vegna hættulegrar gangbrautar á Bústaðarvegi  þar sem ekið var á eldri konu í gær. Hún segist verða vitni að slysum við þennan stað í hverri viku og undrast að ekki séu umferðarljós á við gangbrautina:

„Í hverri viku og stundum oftar verðum við vör við aftanákeyrslur og bílstjóra virða gangandi vegfarendur að vettugi sem standa við gangbrautina að reyna að komast yfir. Þarna fara tugir ef ekki hundruð yfir daglega, enda strætóstöðvar sitthvoru megin og eins og fyrr sagði við stóran vinnustað, Borgarspítalann, þá er leikskóli hinum megin við Bústaðaveginn og foreldrar að ganga yfir með lítil börn. Borgin hvetur íbúa til að nota almenningssamgöngur og þá þarf að gera allt sem unnt er til þess að auka öryggi þeirra.“

Ásta er hissa á að ekki séu tillögur um gangbrautarljós í íbúakosningu Reykjavíkurborgar sem nú stendur yfir:

„Velti því líka fyrir mér hvers vegna öryggi gangandi vegfarenda er ekki aukið með slíkum gangbrautarljósum. Þá tillögu myndi ég styðja heilshugar.“

 Fengið nóg

„Ástæða þess að ég skrifa þetta er að seinnipartinn í gær fékk ég nóg. Ekið var á 80 ára gamla konu. Hún slasaðist sem betur fer ekki mikið, en til öryggis kom sjúkrabíll og fór með hana því hún flaug í götuna. Ég talaði við hana áður en sjúkrabíllinn kom ,,Það voru engin gangbrautarljós” sagði konan. Bílstjórinn var greinilega að horfa eitthvað annað því konan var komin langleiðina yfir þegar hann keyrði á hana. Ég veit ekki hversu oft við höfum þurft að hringja í 112 til þess að óska eftir lögreglu og sjúkrabíl. Tjón samfélagsins er gríðarlegt fyrir utan þjáningar þeirra einstaklinga sem lenda í slysum á þessum stað. Það verður að gera eitthvað, þetta er orðið alltof dýrkeypt. Ég vona að borgarfulltrúar okkar taki þessari ábendingu fagnandi og geri eitthvað róttækt í málinu,“

segir Ásta að lokum og tengir (taggar) borgarfulltrúa meirihlutans, þær Heiðu Ósk Hilmarsdóttur, Guðrúnu Ögmundsdóttur og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur við færslu sína, auk Vigdísar Hauksdóttur, Miðflokki.

Mynd sem Ásta tók af umræddum stað þar sem slysið átti sér stað.
Umrædd gangbraut við Bússtaðaveg. Mynd- ja.is

 

Heiða og Guðrún svara Ástu í athugasemdarkerfinu og segjast ætla að koma þessu áleiðis innan borgarkerfisins:

„Vonandi nær konan sér.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki