fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Óskar Garibalda og Gústi guðsmaður – Siglufjörður, saga bæjar

Egill Helgason
Föstudaginn 1. nóvember 2019 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef í nokkur ár, meðfram því að stjórna Kiljunni og Silfrinu, unnið að gerð þáttaraðar sem fjallar um Siglufjörð. Þetta er mikil og dramatísk saga um litla byggð á hjara veraldar, mjög afskekkta, sem snögglega verður miðstöð mikilla umsvifa, þar sem fólk drífur að bæði frá útlöndum og öðrum landshlutum og þar sem skapast mikið ríkidæmi – allt tengist það hinum gríðarmiklu síldveiðum sem voru fyrir Norðurlandi.

Og svo er þetta líka saga um fall, þegar síldin hverfur og eftir standa auðar bryggjur og verksmiðjuhús, grotnandi niður.

Í þáttunum rekjum við líka margar hliðarsögur – af menningarlifi, skemmtanalífi, tónlist, bókmenntum, íþróttum, því hvernig síldin tengist stofnun mikils flugfélags, af fallegum dal sem var fórnað til að knýja vélar síldarverksmiðjanna.

Þetta eru fimm þættir alls, gerðir af mér, upptökustjóranum Ragnheiði Thorsteinsson og kvikmyndatökumanninum Jóni Víði Haukssyni. Þetta er sami þétti hópur og á sínum tíma gerði þættina Vestufara.

Siglufjörður, saga bæjar, verður á dagskrá sjónvarpsins eftir áramót, fyrsti þátturinn verður sýndur 5. janúar.

Mér datt svona í hug að segja frá þessu þegar ég rakst á þessa mynd af netinu. Hún er af tveimur körlum sem báðir koma við sögu í þáttunum, þetta eru verkalýðsforinginn Óskar Garibaldason og prédíkarinn Gústi guðsmaður eða Ágúst Gíslason.

Það er gaman að sjá þá saman þarna, Óskar var upprunninn í herbúðum kommúnista en Ágúst lagði fæð á komma og lét rigna yfir þá eldi og brennisteini í ræðum sínum.

Og þá get ég þess að í þáttunu er líka fjallað um verkalýðsbaráttu, sem var einkar hörð á Siglufirði, og baráttuna um sálirnar sem getur oft verið ströng í bæ þar sem er mikið af aðkomufólki, allt er breytingum undirorpið og stundum sukksamt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun