fbpx
Laugardagur 24.október 2020
Eyjan

Kvartað undan Kai í kjölfar brottvísunar hælisleitenda – Sögð brjóta siðareglur – Skellti á blaðamann

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil ólga er á samfélagsmiðlum vegna þeirrar meðferðar sem barnshafandi hælisleitandi fékk hér á landi, en konan var send úr landi í nótt.

Búið er að nafngreina lækninn á samfélagsmiðlum og kvarta undan starfsháttum hennar, sem þykja brjóta í bága við siðareglur Læknafélags Íslands.

Kvartað undan Kai

No Border samtökin birtu eftirfarandi fyrir stuttu:

„Félagar okkar mættu í Miðstöð sóttvarna í Mjódd, sem annast heilsugæslu hælisleitenda, til að krefjast svara um afglöp læknisins Kai Blöndal, sem gaf út “fit to fly” vottorð til Albönsku konunnar á steypirnum, í skjóli nætur svo að segja. Þar mætti þeim læknir sem vissi nákvæmlega um hvað málið snérist og sagðist vera í fullum rétti til að deila upplýsingum um sjúklinga með lögreglunni og Útlendingastofnun og lét sér í léttu rúmi liggja að verða kærð til Landlæknis.

Fullyrt er af samtökunum No Borders sem fyrst vöktu athygli á málinu, að Mæðravernd hafi gefið út vottorð þar sem lagst var gegn því að konan myndi ferðast með flugi.

Í vottorði Mæðrastofnunar segir:

„Hún er slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“

Má víst ferðast

Útlendingastofnun hefur hinsvegar borið við að í engum þeim læknisvottorðum sem stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi fengið afrit af, hafi verið mælst gegn því að konan ferðaðist í flugvél, þrátt fyrir að vera komin níu mánuði á leið.

Samkvæmt frásögn No Borders samtakanna fékk lögreglan vottorð frá Kai Blöndal, yfirlækni göngudeildar sóttvarna á Heilsugæslunni, um að hælisleitandinn væri ferðafær. Það samrýmist einnig tilkynningu útlendingastofnunnar.

„Í skjóli nætur kom lögreglan aftur og meðferðis hafði hún læknisvottorð frá lækni að nafni Kai Blöndal. Móðirin hefur ekki fengið læknisskoðun frá Kai vegna meðgöngunnar, en samkvæmt vottorðinu taldi hún móðurina geta flogið, þrátt fyrir að vera komin 35 vikur og 5 daga á leið.“

Eyjan hafði samband við Kai, sem skellti á blaðamann.

Brot á siðareglum?

Bent hefur verið á að læknisvottorðið sem Kai gaf út, hafi falið í sér brot á siðareglum læknafélags Íslands, þar sem Kai hafi ekki skoðað hælisleitandann sjálf.

Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, staðfesti við Eyjuna að slík vinnubrögð samrýmdust almennt séð ekki siðareglum, án þess að vilja tjá sig um þetta einstaka mál.

Í 15. grein siðareglna læknafélagsins segir:

„Læknir skal vera óvilhallur í vottorðagjöf. Í vottorði komi fram, hvert er tilefni þess og tilgangur og í því hlýðir að staðfesta það eitt, er máli skiptir hverju sinni og aðeins það, sem læknirinn hefur sjálfur gengið úr skugga um. “

Hitti aldrei hælisleitandann

Í lýsingu No borders segir um atburði næturinnar:

„Tveir lögreglumenn stoðdeildar komu og skoðuðu vottorðið frá meðgöngudeild landspítalans. Þeir sögðu að það skipti ekki neinu máli og að ‘trúnaðarlæknir’ Útlendingastofnunnar hefði ákveðið þetta. Konan man ekki eftir að hafa hitt lækni frá UTL en fór í blóðtöku hjá göngudeild hælisleitenda fyrir 10 dögum. Engar frekari skoðanir fór fram, fyrir utan skoðun frá ljosmæðrum á meðgöngudeild í kvöld. Þær mæla eindregið gegn því að brottvisunin verði framfylgt.“

Þá segir á öðrum stað að umræddur læknir sé Kai Blöndal, sem lýst er sem trúnaðarlækni Útlendingastofnunar:

„Í skjóli nætur kom lögreglan aftur og meðferðis hafði hún læknisvottorð frá lækni að nafni Kai Blöndal. Móðirin hefur ekki fengið læknisskoðun frá Kai vegna meðgöngunnar, en samkvæmt vottorðinu taldi hún móðurina geta flogið, þrátt fyrir að vera komin 35 vikur og 5 daga á leið. Lögreglan keyrði þau upp á flugvöll til að vísa þeim úr landi. Flugið fór tímanlega en við höfum ekki fengið það staðfest hvort fjölskyldan hafi farið um borð. Á þessum tímapunkti er ekkert vitað um líðan barnanna eða foreldranna.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Ingi segir skrifstofufólk hafa leyft opnun líkamsræktarstöðva

Björn Ingi segir skrifstofufólk hafa leyft opnun líkamsræktarstöðva
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín segir almenning hafa verið svikinn – „Hrægammar sem græða svo á neyðinni“

Katrín segir almenning hafa verið svikinn – „Hrægammar sem græða svo á neyðinni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tekist á um stjórnarskrána í Silfrinu – „Þeir ráða sem mæta“

Tekist á um stjórnarskrána í Silfrinu – „Þeir ráða sem mæta“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórdís Kolbrún vill leggja niður stofnun ársins – „Kaldhæðnislegt“ segir starfsmaður

Þórdís Kolbrún vill leggja niður stofnun ársins – „Kaldhæðnislegt“ segir starfsmaður