fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Eyjan

Margrét hyggst tala við ráðherra vegna lágs fæðingarorlofs: „Ekki eitthvað sem þú vilt vera að kljást við með lítið barn“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 7. október 2019 09:33

Margrét Erla á meðgöngunni. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listakonan Margrét Erla Maack á von á barni á næstu dögum. Líkt og DV greindi frá í september fær hún ekki háar greiðslur úr fæðingarorlofssjóði og hefur því leitað á náðir Karolina fund til að safna fyrir orlofinu.

Hún fékk að vita síðastliðinn fimmtudag að hún myndi aðeins fá 158 þúsund krónur á mánuði í fæðingarorlof, þar sem hún sé stundum sjálfstætt starfandi og stundum launamanneskja, en kerfið geri ekki ráð fyrir fólki sem falli ekki inn í kassann, þó svo það greiði sinn skatt til jafns við aðra:

„Þetta er náttúrulega undir lágmarkslaunum og einhverjum mörkum sem ríkisstjórnin sjálf hefur sagt að sé lágmarksframfærsla,“

segir Margrét við Morgunblaðið.

Hún nefnir einnig að víða sé fólk í kerfinu sem fái afar takmarkaðar greiðslur úr sjóðnum, til dæmis frumkvöðlar og fólk sem sé að reyna að koma af stað eigin rekstri og því sé þannig refsað fyrir að greiða sér lág laun meðan verið sé að koma fótunum undir sig:

„Fjárhagskvíði er ekki eitthvað sem þú vilt vera að kljást við með lítið barn.“

Vill tala við ráðherra

Margrét hefur óskað eftir viðtali við félags- og barnamálaráðherra, Ásmund Einar Daðason, en hefur ekki fengið viðtalstíma ennþá:

„Ég myndi vilja segja frá minni stöðu og stöðu fólks sem hefur talað við mig. Það þarf að gera kerfið skýrara og auðveldara fyrir þá sem eru ekki inni í kassa. Svo er líka spurning hvort maður ætti líka að tala við iðnaðarráðherra. Hún segir að frumkvöðlar séu lausnin og frumkvöðlaaldurinn og barneigna.“

Hægt er að styrkja Margréti á Karolina fund með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar