Laugardagur 18.janúar 2020
Eyjan

Íslenskt stjórnvöld geta nú haft áhrif á birtingu efnis Facebook á heimsvísu – Tjáningarfrelsið sagt troðið undir

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 7. október 2019 08:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópudómstóllinn í Lúxemborg felldi dóm í síðustu viku sem gerir dómstólum einstakra Evrópuríkja kleift að skikka stjórnendur Facebook til að fjarlægja meiðandi og viðkvæmt efni af þessum vinsæla samfélagsmiðli, hvar sem er í heiminum. Er litið á dóminn sem sigur fyrir evrópsk stjórnvöld sem vilja þvinga bandaríska tæknirisa til að laga sig að hertum reglum í Evrópu um hatursorðræðu og ærumeiðandi ummæli sem tröllríða samfélagsmiðlum.

Að sögn Halldóru Þorsteinsdóttur, lektor og sérfræðings í fjölmiðlarétti í Morgunblaðinu í dag, gætu íslenskt stjórnvöld því skikkað Facebook til að fjarlægja efni sem færi fyrir brjóstið á þeim, á heimsvísu:

„Dómurinn leggur nýjar línur varðandi áhrif og gildissvið tiltekinna reglna Evrópuréttarins út fyrir Evrópu. Íslenska ríkið er bundið af þeirri tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins sem á reyndi í málinu og því er tæknilega ekki útilokað að íslenskur dómstóll geti, með vísan til þessarar niðurstöðu, gert Facebook að fjarlægja efni um allan heim. Þetta er annars ein af þeim fjölmörgu spurningum sem við stöndum frammi fyrir með tilkomu netsins, aukinni notkun samfélagsmiðla og miðlun upplýsinga á milli einstaklinga. Bæði við hér heima og önnur Evrópuríki, stofnanir Evrópusambandsins og Mannréttindadómstóllinn þurfum í dag að kljást við flókin og áður óþekkt álitaefni sem tengjast breyttu landslagi á netinu og breyttu samskiptaformi.“

Halldóra nefnir að þó það sé nýlunda að dómstóll eins lands geti haft áhrif á birtingu efnis í öðrum löndum, hafi það þó verið hægt, tæknilega séð, fram að þessu einnig:

 „Í sjálfu sér er ekki útilokað að dómstóll í einu landi geti haft áhrif á birtingu efnis í öðrum löndum. Þannig getur tjáning á netinu til dæmis snert mörg lönd í senn, svo sem þegar ærumeiðing er sett fram á íslenskri vefsíðu á ensku og tjón á sér stað í Bretlandi.“

Ærumeiðandi efni var upphafið

Dómurinn sem féll kom til vegna kæru frá Austurríska stjórnmálamanninum Evu Glawischnig-Piesczek, fyrrverandi talsmanns Græningjaflokksins á Írlandi, sem kærði frétt á þarlendum vefmiðli um sig, sem sagði hana svikara, spillta og fasista árið 2016. Dómstóll í Austurrríki gerði miðlinum að fjarlægja greinina af netinu sem var gert. Hinsvegar hafði Facebook notandi á Írlandi birt fréttina á Facebooksíðu sinni og vildi Eva að Facebook, sem er með evrópskar höfuðstöðvar sínar á Írlandi, að þeir fjarlægðu fréttina af vegg mannsins. Var málinu vísað til Evrópudómstólsins, sem komst að því að ummælin væru ærumeiðandi og væru sýnileg um allan heim.

Mun dómurinn vera fordæmisgefandi og hafa áhrif á birtingu efnis á öllum samfélagsmiðlum, hvers starfsmenn munu nú þurfa að fylgjast betur með hvaða efni er birt á þeim.

Facebook hefur hinsvegar gagnrýnt dóminn og sagt að hann hafi slæm áhrif á tjáningarfrelsið, sem og hann sé á skjön við þá meginreglu að eitt ríki geti ekki haft áhrif á tjáningarfrelsi annars ríkis. Þá hafa ýmis samtök mótmælt dómnum harðlega, fyrir að skerða tjáningarfrelsið, þar sem eitt ríki gæti látið fjarlægja efni í öðru ríki, jafnvel þó svo að efnið bryti ekki í bága við þarlend lög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samkomulagi náð í deilu SGS og SÍS – Sjáðu helstu atriði kjarasamningsins

Samkomulagi náð í deilu SGS og SÍS – Sjáðu helstu atriði kjarasamningsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðni til Ísrael en kíkir fyrst á strákana okkar

Guðni til Ísrael en kíkir fyrst á strákana okkar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snjóflóðaverkfræðingur segir Ísland 60 árum á eftir áætlun – „Sem er óheppilegt því við verðum öll dauð“

Snjóflóðaverkfræðingur segir Ísland 60 árum á eftir áætlun – „Sem er óheppilegt því við verðum öll dauð“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðmundur enn að ná sér: „Þetta er mikið tilfinningamál“

Guðmundur enn að ná sér: „Þetta er mikið tilfinningamál“