fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Eyjan

Tekist á um GAMMA í Silfrinu – „Þú ert að mála skrattann á vegginn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 6. október 2019 11:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestingarfélagið GAMMA og erfið staða þess var til umræðu í Silfrinu á RÚV í dag. Virði bréfa í Novus-sjóði félagsins var fært úr 4,4 milljörðum króna niður í 40 milljónir á stuttum tíma. Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, var beðinn um að veita mögulegar skýringar á því að svona gæti gerst. Sagði hann að hér hefði væntanlega farið saman ofmat á framvindu verkefna og vanmat á kostnaði. Tímaáætlanir fyrir tiltekin verkefni standast ekki og samt er tekið lán fyrir næsta verkefni. Þetta vindur síðan upp á sig. Trausti segist hins vegar eiga erfiðara með að skilja vanmatið á fjármagnskostnaði. Áttuðu menn sig ekki á því hvaða vextir voru á lánum? Trausti sagði að málið vekti upp spurningar um eftirlit frá lánveitendum, til dæmis með framvindu verkefna. Þá veki það einnig spurningar að endurskoðendur hafi áritað stöðu reiknings sjóðsins upp á 4,4 milljarða fyrir stuttu síðan.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist óttast hækkun iðgjalda tryggingafélaga vegna þessa og þar með áhrif á kaupmátt fólks. Hann sagði jafnframt að tryggja þurfi að það fari fram raunveruleg rannsókn á því sem þarna gerðist. Hann segir þetta minna á ástandið fyrir hrun og útskýringar um vanmetinn kostnað og óvænta markaðsþróun standist enga skoðun. Hann vilji að stjórnendur tryggingafélaga og Kviku banka, núverandi eiganda GAMMA, velti við hverjum steini. Hann vill sjá hvort menn hafi verið að kaupa hluti í sjóðum hvers annars og skoða þurfi hvort óhóf í þóknunum og launum hafi átt sér stað.

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist spyrja sig hvert hafi verið hlutverk Fjármálaeftirlitsins í þessu. Kanna þurfi hvort hér hafi eitthvað svipað átt sér stað og við stjórnun fjármálafyrirtækja fyrir hrun, en svipað mynstur eigi hér stað til dæmis varðandi það að farið er í of stór verkefni með of lítið fé.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við Ragnar Þór: „Þú ert að mála skrattann á vegginn“ og sagði það óviðeigandi að vera með brigsl um að óeðlilega starfshætti áður en málið hefði verið kannað. Vissulega þyrfti að rannsaka vel starfsemi GAMMA og hluthafar í sjóðnum myndu væntanlega vilja fá svör við ýmsum spurningum. Hins vegar væri ekki ástæða til að gera of mikið úr málinu. „Þú veist að hér fer ekki allt á hliðina út af fjórum milljörðum,“ sagði hann við Ragnar Þór. Hann sagði jafnframt: „Menn eru hér að fara á límingunum út af fjórum milljörðum en enginn kippir sér upp við það þó að opinberar framkvæmdir fari hvað eftir annað 10 milljarða fram úr áætlun.“

Brynjar tók hins vegar undir það að rannsaka þyrfti starfsemi GAMMA. Trausti benti á að grunsamlegt væri hvað niðurfærsla Novus sjóðsins hefði verið hröð og að GAMMA hafi þurft að greiða 15% vexti í skuldabréfaútboði sýni hvað staða félagsins hafi verið orðin slæm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi