Laugardagur 18.janúar 2020
Eyjan

Hannes í stríði við eigendur Fréttablaðsins vegna skopmyndar – Birtir stanslaust færslur um meintar glæsieignir Jóns Ásgeirs

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 6. október 2019 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skopmynd sem skopmyndateiknari Fréttablaðsins, Gunnar Karlsson, birtir í helgarútgáfu blaðsins, virðist hafa gert Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor ævareiðan. Forsaga málsins er fræg stöðufærsla Hannesar á FB í vikunni þar sem hann tilfærði orð gamanleikarans Groucho Marx um að við hefðum gert allt fyrir komandi kynslóðir en komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkar. Athugasemd Hannesar virtist gerð inn í umræðu um baráttukonuna ungu Gretu Thunberg sem berst fyrir aðgerðum vegna loftslagshlýnunar.

Hér má sjá skjáskot af skopmyndinni í Fréttablaðinu sem augljóslega er beint gegn þessum ummælum Hannesar:

Hannes lætur að því liggja að spopmyndateiknara blaðsins sé stýrt af eigendum þess og ritar eftirfarandi stöðufærslu um myndina:

„Fjáraflamennirnir, sem reka Fréttablaðið, siga starfsliði sínu á mig. En hvað skyldi einkaþota þeirra Ingibjargar og Jóns Ásgeirs hafa skilið eftir sig mörg kolefnisspor? Eða lystisnekkjan? Eða glæsikerrurnar? Af hverju eru engar teikningar gerðar af því, heldur aðeins af einum óbreyttum opinberum starfsmanni, sem aldrei hefur losað neinn koltvísýring í andrúmsloftið, svo að heitið geti? Næstu daga ætla ég að birta nokkrar myndir úr fórum mínum af þessum kostnaðarsömu leiktækjum fjáraflamannanna á Fréttablaðinu, sem aldrei hafa þurft að standa Íslendingum skil á því, að þeir settu landið á hliðina.“

Jakob Bjarnar skrifar leikrit

Miklar umræður spunnust um þessa færslu Hannesar og þykir mörgum bratt að álykta að skopmyndateiknari blaðsins stýrist af öðru en eigin skopskyni. Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson svarar þessari færslu með eftirfarandi örleikriti:

Gunnar Karlsson: Halló?
Jón Ásgeir: Jón Ásgeir hérna megin.
G: Jón Ásgeir?
J: Já, Jón Ásgeir eigandi Fréttablaðsins.
G: Já, sá Jón Ásgeir? Sæll.
J: Sæll sjálfur. Heyrðu, nú er loksins komið mómentið sem við höfum verið að bíða eftir.
G: Já, … ehhh, meinarðu með hann … Hannes?
J: Nákvæmlega. Sástu þetta sem hann sagði um sænsku stelpuna?
G: Já, þú meinar…
J: Ég held að nú sé rétta tækifærið til að snúa hann niður. Gætirðu ekki teiknað skrípamynd af honum þar sem hann stendur á einhverju rusli og látið hann segja eitthvað um framtíðina?
G: Jú, þetta er alveg rakið. Aldrei hefði ég getað látið mér þetta til hugar koma.
J: Gott mál. Verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessu.
G: Konsider it dönn.
J: Ég held að við höfum loksins náð taki á honum.

Facebook-æði rennur á Hannes

Hannes hefur síðan verið í gífurlegum ham á Facebook-síðu sinni í dag og birt hvað eftir annað myndir af meintum eignum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar kaupsýslumanns, skútu, einkaþotu, húseignum og glæsibíl. Við myndirnar skrifar Hannes eftirfarandi færslur, og þykist þar hafa fundið verðugri viðfangsefni fyrir Gunnar Karlsson skopmyndateiknara en persónu Hannesar sjálfs:

Eigendur Fréttablaðsins áttu íbúð í þessu skrauthýsi á Manhattan. Eitthvað hefur lagst til af sorpi þaðan. En teiknarar Fréttablaðsins hafa ekki áhyggjur af þeirri mengun.

Auðvitað þurfti einkaþotu til að fara á skíði í Sviss. En um leið héldu eigendurnir út blaði á Íslandi, Fréttablaðinu, sem gætir þess vandlega að teikna ekkert um kolefnissporin frá einkaþotunni, lystisnekkjunni eða glæsikerrunum.

Hvað skyldi þessi einkaþota eigenda Fréttablaðsins hafa skilið eftir sig mörg kolefnisspor? Teiknarar blaðsins mættu ef til vill draga upp mynd af því!

Ef teiknarar Fréttablaðsins hafa áhuga á að gagnrýna fólk, sem skilur eftir sig kolefnisspor, þá gætu þeir byrjað á eigendum blaðsins. Hér er mynd af lystisnekkjunni, sem þeir áttu, áður en þeir þurftu að selja hana eftir að hafa sett Ísland á hliðina.

Önnur svipmynd úr lystisnekkjunni, sem eigendur Fréttablaðsins áttu á sínum tíma, áður en þeir settu Ísland á hliðina (heildarskuldir þeirra í íslensku bönkunum námu hátt í þúsund milljörðum króna). Teiknarar Fréttablaðsins draga ekki upp mynd af kolefnissporunum frá þessari lystisnekkju!

Úr lystisnekkju eigenda Fréttablaðsins, sem þeir urðu að vísu að selja, eftir að þeir settu Ísland á hliðina. Hversu mörg hafa kolefnissporin verið frá þessu leiktæki?

Hér er ein af glæsikerrunum, sem eigendur Fréttablaðsins söfnuðu, en urðu að selja, eftir að þeir settu Ísland á hliðina. Hvað skyldi hún hafa skilið eftir sig mörg kolefnisspor? Og hvers vegna teikna Hugleikur Dagsson og Gunnar Karlsson ekkert af þessu?

Hér er einkaþota eigenda Fréttablaðsins að innan (en þeir urðu að selja hana, eftir að þeir settu Ísland á hliðina). Af hverju teikna þessir náungar ekkert um kolefnissporin frá henni? (Margar fleiri myndir væntanlegar. Ef þeir Hugleikur Dagsson og Gunnar Karlsson teikna ekkert upp úr þeim, þá verður hugtakið ærandi þögn enn dýpra og merkingarbærra.)

Hér er lystisnekkja eigenda Fréttablaðsins (sem þeir urðu að selja, eftir að þeir settu Ísland á hliðina). Hvað skyldi hún hafa skilið eftir sig mörg kolefnisspor? Af hverju gera teiknarar blaðsins ekki skopmyndir af þessu? (Margar fleiri myndir væntanlegar næstu daga.)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samkomulagi náð í deilu SGS og SÍS – Sjáðu helstu atriði kjarasamningsins

Samkomulagi náð í deilu SGS og SÍS – Sjáðu helstu atriði kjarasamningsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðni til Ísrael en kíkir fyrst á strákana okkar

Guðni til Ísrael en kíkir fyrst á strákana okkar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snjóflóðaverkfræðingur segir Ísland 60 árum á eftir áætlun – „Sem er óheppilegt því við verðum öll dauð“

Snjóflóðaverkfræðingur segir Ísland 60 árum á eftir áætlun – „Sem er óheppilegt því við verðum öll dauð“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðmundur enn að ná sér: „Þetta er mikið tilfinningamál“

Guðmundur enn að ná sér: „Þetta er mikið tilfinningamál“