fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Eyjan

Meirihlutinn vill aðskilnað ríkis og kirkju – Aðeins þriðjungur ber traust til þjóðkirkjunnar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 28. október 2019 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup ber aðeins um þriðjungur Íslendinga mikið traust til þjóðkirkjunnar. Er það svipað hlutfall og í fyrra, en þá hafði traustið lækkað frá fyrri mælingum. RÚV greinir frá.

Þá eru 55% þjóðarinnar hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, sem er álíka mikið og fyrri mælingar og einungis 19% Íslendinga eru ánægðir með störf biskups, Agnesar M. Sigurðardóttur, sem er þó fimm prósentustiga aukning frá því í fyrra.

Árið 1999 báru 61% mikið eða fullkomið traust til þjóðkirkjunnar, en nú ber þriðjungur hvorki mikið né lítið traust til hennar og þriðjungur ber lítið traust til hennar einnig.

Mest er traustið hjá körlum og eldra fólki sem og íbúum landsbyggðarinnar. Þá bera kjósendur Framsóknarflokksins mesta traustið til þjóðkirkjunnar þegar litið er til stjórnmálaskoðana, eða 60% þeirra. Um 53% kjósenda Sjálfstæðisflokksins bera mikið traust og 48% þeirra sem kjósa Miðflokkinn. Minnsta traustið mælist hjá kjósendum Pírata eða 9 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG