fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Eyjan

Gylfi segir rausnarlegan styrk Seðlabankans til Ingibjargar vera sérstakan gjörning

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. október 2019 13:40

Gylfi Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rausnarlegur samningur Seðlabankans til Ingibjargar Guðbjartsdóttur kom bæði fyrrverandi og núverandi formanni bankaráðs Seðlabankans í opna skjöldu. Þetta kemur fram í umfjöllun á RÚV.  Þórunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, segist fyrst hafa séð samninginn í gær. Gylfi Magnússon, núverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, segir samninginn vera sérstakan gjörning.

Ingibjörg fékk 8 milljóna króna styrk frá bankanum til MPA náms við Harvard-háskóla í Boston. Einnig fékk hún greidd 60 prósent af launum á meðan náminu stóð. Þessar upplýsingar birti Seðlabankinn eftir að hafa tapað dómsmáli gegn blaðamanni Fréttablaðsins, Ara Brynjólfssyni. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hafði úrskurðað að bankanum bæri að láta þessar upplýsingar af hendi til blaðamannsins en Seðlabankinn stefndi þá blaðamanninum fyrir Héraðsdóm til að fá þeim úrskurði hnekkt. Seðlabankinn tapaði málinu fyrir héraðsdómi.

„Óneitanlega er þetta sérstakur gjörningur. Þetta er auðvitað bæði mjög há upphæð og frekar óvenjulega að þessu staðið,“ segir Gylfi Magnússon í viðtali við RÚV. Hann segist álykta að bankinn hafi gert þennan samning við Ingibjörgu til að halda henni í starfi hjá bankanum. Segist Gylfi ekki telja að aðrir viðlíka samningar hafi verið gerðir hjá Seðlabankanum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar