fbpx
Þriðjudagur 31.mars 2020
Eyjan

Leynigögn Seðlabankans: Ingibjörg fékk 18 milljónir við starfslok sín

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. október 2019 15:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt samningi Seðlabanka Íslands við fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlit bankans, Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, frá árinu 2016, fékk hún rúmar 18 milljónir króna við starfslok sín hjá bankanum. Fréttablaðið greinir frá en Seðlabankinn birtir samninginn einnig á vef sínum.

Ingibjörg fékk alls átta milljónir í námsstyrk og þá fékk hún 60 prósent hlutfall launa sinna í 12 mánuði við starfslokin, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var hún með 1.4 milljónir í laun á mánuði og fékk hún því alls 18 milljónir króna við starfslokin.  Ekki er gerð krafa í samningnum að Ingibjörg snúi aftur til starfa hjá bankanum:

„Fari svo að Ingibjörg kjósi að starfa á öðrum vettvangi að námi loknum og snúi ekki til starfa hjá bankanum, mun bankinn ekki eiga neina endurkröfu vegna ofangreinds styrks vegna skólagjalda og vegna launa, meðan á námsleyfi stendur,“

segir í samningnum.

Samningurinn er hluti af þeim gögnum sem Ari Brynjólfsson, blaðamaður Fréttablaðsins fór fram á að fá afhent frá bankanum, en þurfti að leita á náðir dómstóla til að fá málið í gegn, sem hafðist fyrir rest í síðustu viku með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, eftir að bankinn neitaði að verða við ósk Úrskurðarnefndar upplýsingamála um að afhenda gögnin.

Seðlabankinn hafði áður neitað DV um þessar upplýsingar um hvort bankinn hefði greitt fyrir nám Ingibjargar og bar við persónuverndarsjónarmiðum.

Sjá einnigIngibjörg í ársleyfi frá Seðlabankanum

Sjá einnigNeita að upplýsa kostnað við Harvard-nám framkvæmdastjóra

Sjá nánarYfirmaður hjá Seðlabankanum fékk háan styrk frá bankanum til að stunda nám í Bandaríkjunum

Sjá nánar: Seðlabankinn höfðar mál gegn blaðamanni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

28 þúsund manns á atvinnuleysisbótum – Uppsagnarhrina gengur yfir Ísland

28 þúsund manns á atvinnuleysisbótum – Uppsagnarhrina gengur yfir Ísland
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Áætlað tap ferðaþjónustunnar 260 milljarðar

Áætlað tap ferðaþjónustunnar 260 milljarðar