fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020
Eyjan

Ásmundur búinn að fá nóg: „Staðurinn okkar Ellu, Grái kötturinn, rétt lafir“ – Krefst bóta frá borginni

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. október 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Helgason er einn eigenda veitingastaðarins Gráa kattarins á Hverfisgötu. Hann segir staðinn „rétt lafa“ vegna tafa á framkvæmdum og upplýsingaskorti hjá Reykjavíkurborg í færslu á Facebook þar sem hann fjallar um reksturinn og krefst tafarbóta af borginni, þar sem hann beinir orðum sínum beint til formanns skipulagsráðs:

„Borgarfulltrúinn sem er formaður skipulagsráðs svarar ekki tölvupóstum, sem fyrr, og firrir sig þannig allri ábyrgð. Því spyr ég hana hér; Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, hefur borgin tekið afstöðu til þess að greiða okkur bætur vegna hinna miklu tafa sem hafa verið við framkvæmdir á neðri hluta Hverfisgötu?“

Klúður borgarinnar

„Blessuð Hverfisgatan. Framkvæmdir sem hófust 20. maí og áttu að klárast í kringum menningarnótt, ja, þeim er ekki enn lokið. Það er útlit fyrir að framkvæmdatíminn lengist um 100% – fari úr áætluðum þremur mánuðum upp í 6 mánuði. Að minnsta kosti. Hvernig hægt er að klúðra þessu verki svona ofboðslega er óskiljanlegt,“

segir Ásmundur og nefnir að fjórir veitingastaðir hafi farið á hausinn við Hverfisgötuna:

„Staðurinn okkar Ellu, Grái kötturinn, rétt lafir. Uppsafnaður taprekstur frá því í sumar eykst með hverri vikunni, með hverri vikunni sem verkið tefst,“ segir Ásmundur en eiginkona hans er Elín Ragnarsdóttir.

Allt reynst rangt

Ásmundur átelur borgina fyrir sinn þátt í málinu:

„Allar upplýsingar um framkvæmdatíma hafa reynst rangar. Borgarstjóri sagði í ágúst að þetta myndi klárast í september. Upplýsingar frá borginni í september um að verkið myndi klárast í október reyndust líka rangar. Hvernig má það vera að verkkaupinn hefur í raun enga hugmynd um hversu langan tíma tekur að klára svona verk? Verkhlutar sem eiga að gerast í „næstu viku“, gerast þrem til fjórum vikum síðar. Allar upplýsingar um tíma hafa reynst rangar. Líka þær um hvað átti að gerast eftir hádegið í gær. Þá átti að byrja að helluleggja norðan megin – en ekkert gerðist.“

Hann nefnir að rangalar af grindverkum séu á svæðinu og að verktakinn vandi sig lítið við að greiða aðgang að staðnum og hafi til dæmis sett upp skilti sem segir LOKAÐ, með þeim útskýringum að það eigi bara við bílaumferð og gangandi fólk sjái vel að skiltið eigi ekki við það:

„Við þurfum sjálf að færa til grindverk um helgar til þess að fólk komist til okkar. Samt segir í útboðslýsingunni að verktaki skuli hafa sem greiðastan aðgang að rekstraraðilum á svæðinu.“

Fer fram á bætur

„Þetta klúður hlýtur að kalla á tafabætur til handa borginni frá verktaka og ég spyr, hver fær þær bætur? Hefur borgin orðið fyrir skaða vegna tafa á verkinu? Svarið er líklega nei, en við sem rekum lítil fyrirtæki við götuna höfum orðið fyrir miklu tjóni,“

segir Ásmundur og nefnir hversu merkilega illa borgin virðist standa að verkinu:

„Það var boðið út 3. apríl og tilboð opnuð 23. apríl. Þremur vikum síðar á lægstbjóðandi að byrja verkið. Átti sem sagt að vera tilbúinn með mannskap á þeim tíma. Þetta er uppskrift að töfum, verktaki getur ekki verið fullmannaður í þeirri von og óvon að fá verkið. Af hverju var verkið ekki boðið út t.d. í febrúar? Af hverju fengum við sem störfum við götuna ekki að vita af þessu fyrr en viku fyrir framkvæmdir? Af hverju stafa allar þessar tafir? Það er verið að færa þennan hluta Hverfisgötunnar í sama búning og efri hlutann, þannig að allir verkþættir eru þekktir. Þær skýringar sem hafa komið fram á töfum eru ekki trúverðugar. Það að það hafi verið klöpp undir götunni getur t.d. varla komið á óvart. Nafnið Klapparstígur (sem er þarna rétt ofar) ætti að gefa vísbendingu. Það að eitthvað eitt rör hafi ekki fundist skýrir ekki þriggja mánaða töf. Við sem verðum fyrir tjóni á hverjum degi höfum ekki fengið neinar skýringar, sem við getum trúað á, töfunum. Við höfum hins vegar séð hve fámennur hópur vann við verkið í sumar og fjölmarga daga var hreinlega enginn að vinna í verkinu.“

Að lokum segir Ásmundur að allir séu velkomnir til hans, ef þeir finni leiðina:

„En Grái kötturinn er enn opinn. Og allir eru velkomnir 🙂 Það er að segja ef þið komist í gegnum grindverkavölundarhúsið “

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Meðalheildartekjur Íslendinga 573 þúsund á mánuði

Meðalheildartekjur Íslendinga 573 þúsund á mánuði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjóri segir íslensku þjóðina ekki kunna gott að meta

Forstjóri segir íslensku þjóðina ekki kunna gott að meta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Símon telur of langt gengið – Fangelsismálayfirvöld mega breyta dómum dómstóla

Símon telur of langt gengið – Fangelsismálayfirvöld mega breyta dómum dómstóla
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Steingrímur J. um þingslitin, Covid-19 og framhald sitt í pólitík

Steingrímur J. um þingslitin, Covid-19 og framhald sitt í pólitík
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur sagður haldinn andúð og hatri á þörfustu þjónustufyrirtækjunum

Dagur sagður haldinn andúð og hatri á þörfustu þjónustufyrirtækjunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“