fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Eyjan

Þegar pylsuvagn þótti stórt skref í frjálsræðisátt

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. október 2019 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi ljósmynd er tekin í kringum 1980. Birtist á vefnum Gamlar ljósmyndir – höfundar er því miður ekki getið. Hún sýnir Austurstræti í rigningu, í miðju myndarinnar er pylsuvagninn sem mig minnir að hafi opnað 1979. Á þessum tíma var athafnafrelsið ekki mikið í Reykjavík – það var Ásgeir Hannes Eiríksson sem fékk loks að setja þennan pylsuvagn á stofn eftir mikið japl, jaml og fuður í kerfinu. Merkilegt nokk var pylsuvagninn merki um að hlutir væru að færast aðeins í frjálsræðisátt.

Pylsuvagninn sló í gegn. Ásgeir Hannes var afburða pylsusali og miðbæjarmaður. Spjallaði við gesti og gangandi og fór ekki í manngreinarálit. Eftir dansleiki safnaðist ungt fólk saman í kringum pylsuvagninn. Það gat verið róstusamt, en þarna hófust líka ástarsambönd í nóttinni – einu sinni kynnti ég þarna pilt og stúlku sem síðar hófu sambúð. Einn mann þekkti ég líka sem komst í straff í pylsuvagninum og reyndar víðar.

Ásgeir Hannes hélt pólitíska fundi við pylsuvagninn eins og sjá má í fréttinni hér að neðan og það er hermt að við pyluvagninn hafi meira að segja verið lagður grunnur að stofnun ríkisstjórnar. Ásgeir Hannes fór reyndar sjálfur á þing nokkru síðar – þá undir merkjum Borgaraflokksins.

 

Þetta var á tíma vinstri meirihlutans í borginni sem ríkti frá 1978 til 1982. Hann þótti ekki vinna nein sérstök afrek, enda reið sundurlyndisfjandinn húsum hjá honum. En eins og má sjá í fréttinni hér að neðan leyfði hann þó starfsemi pylsuvagna, en þá höfðu borgaryfirvöld um langt skeið ekki leyft neitt slíkt. Eins og segir hér að ofan voru hlutirnir þá að færast ögn í frjálsræðisátt – um svipað leyti opnaði veitingahúsið Hornið og þar gat fólk sest inn og pantað sér pítsur (sem voru nýmæli) og vínglas með. Það var langt í frá sjálfsagt á þessum árum og var kallað „léttvínsbyltingin“. Bjór var ekki leyfður fyrr en tíu árum síðar.

Myndin hér efst sýnir auða miðborgargötu. Nú er mikið kvartað undan hnignun Miðbæjarins. Á þessum tíma var ég að nálgast tvítugt og farinn að stunda borgarlífið af nokkru kappi. Það var vissulega nokkur verslun í bænum á daginn – enda Kringlan ekki komin til sögunnar. En á kvöldin var bærinn alveg steindauður og ekkert hægt að fara, varla nokkurs staðar gat maður sest inn. Þetta var tími þegar ríktu ógurleg boð og bönn – og margt fjarska Austur-Evrópulegt í henni Reykjavík. Þegar maður steig út úr flugvél á erlendri grund andaði maður að sér frelsinu. Satt að segja er ekki margs að sakna frá þeim tíma, nema fyrir mann persónulega – ég var ungur þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi