Laugardagur 29.febrúar 2020
Eyjan

Brynjar: „Minnisstæð er mér sú vísindalega staðreynd að samkynhneigð væri geðröskun“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. október 2019 16:00

Brynjar Níelsson. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur yndi af því að ögra þeim sem hann telur „pólitískt réttþenkjandi“ með kaldhæðni og launhæðni og hefur oftar en ekki gert grín að vinstri mönnum og hinu svokallaða „góða“ fólki, sem hann telur gjarnan fara offari í hinu og þessu, þrátt fyrir að berja sér á brjóst fyrir umburðarlyndi, réttvísi og  vísun í vísindalegar staðreyndir.

Í dag skrifar Brynjar á svipuðum nótum um frjálslynda fólkið og umræðuna varðandi loftslagsbreytingar, sem hverfst hefur um hvort þeir sem trúi á hamfarahlýnun, eða þeir sem gera það ekki, hafi vísindin á bak við sig. Hann tekur til varna fyrir þá sem flokkast sem efasemdafólk um að skaðsemi hamfarahlýnunar:

„Stundum finnst mér „frjálslynda fólkið“ vera að færa okkur aftur á miðaldir. Eins og þá er hættulegasta fólkið nú svokallaðir afneitunarsinnar(efasemdarfólk), sérstaklega þeir sem efast um að nánast allt líf á jörðinni eyðist á næstu 12 árum eða svo að öllu óbreyttu. Nú er ég afar ánægður með að mannkynið standi í orkuskiptum og tel mikilvægt að það skilji eftir sig eins lítið spor og mögulegt er, að minnsta kosti þangað til að vísindin telji sannað að koltvísýringur og annað sem frá manninum kemur hafi gert jörðinni gott.“

Vísindalegar staðreyndir

Þá segir Brynjar að vísindalegur „sannleikur“ geti tekið breytingum í tímans rás:

„Svo lengi sem ég man hefur vísindalegum sannleik verið skvett framan í mig, jafnvel í flóknustu efnum þar sem takmörkuð þekking og gögn voru fyrir hendi. Minnisstæð er mér sú vísindalega staðreynd að samkynhneigð væri geðröskun og transfólk glímdi við geðsjúkdóm, ekki ósvipað og þeir sem glíma við anorexíu. Eitthvað hafa þau vísindi breyst á allra síðustu árum og hver veit nema vísindin sanni fljótlega að anorexíufólkið sé í raun spikfeitt.

Oft liggur í augum uppi að vísindaleg niðurstaða er beinlínis fráleit. Gott dæmi um það þegar einhverjir vísindamenn, sem aldrei höfðu farið út fyrir skólalóðina, komust að þeirri vísindalegu niðurstöðu að vinstri menn væru skemmtilegri og fyndnari en hægri menn. Önnur og jafnfráleit vísindaleg niðurstaða er að náhvítar grænmetisætur væru betri í rúminu en kjötætur. Ætla að leyfa mér að afneita þessu þótt brenna eigi mig á báli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Vill koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leigu með nýju frumvarpi

Vill koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leigu með nýju frumvarpi