Mánudagur 18.nóvember 2019
Eyjan

Óvissu um Borgarlínu eytt: Dagur boðar miklu betri umferð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. október 2019 18:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag samkomulag sveitarfélaga og ríkisins um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin. Þar með er komið grænt ljós á Borgarlínu af hálfu borgarinnar. Samkvæmt frétt RÚV lýsti Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, yfir mikilli andstöðu við samkomulagið. Það fæli í sér rándýra óvissuferð á kostnað skattgreiðenda.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsir yfir mikilli ánægju með samkomulagið í nýrri Facebook-færslu. Segir hann að það komi til með að auka lífsgæði og bæta umferð í höfuðborginni. Segir Dagur jafnframt að klofningur innan Sjálfstæðisflokksins um málið sé augljós:

Borgarstjórn samþykkti rétt í þessu samkomulag sveitarfélaga og ríkisins um metnaðarfulla uppbyggingu samgönguinnviða til næstu 15 ára á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru mikil og ánægjuleg tímamót. Óvissu um Borgarlínu er eytt. Lífsgæði í og umferð í borginni mun stórbatna. Miklabraut mun fara í stokk frá Kringlusvæði að Snorrabraut og hjólastígakerfi höfuðborgarsvæðisins mun verða fyrsta flokks svo fátt eitt sé nefnt. Samkomulagið þýðir að græn og jákvæði umbreyting borgarinnar verður að veruleika. Sérstaka athygli vakti að Eyþór Arnalds var eini borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem tók til máls og lagði sérstaka lykkju á leið sína til að hnýta í það á sérstaklega ósanngjarnan hátt að fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins væri að selja Keldnaland tvisvar. Klofningurinn innan flokksins var nánast áþreifanlegur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ágúst Ólafur ósáttur við að framlög séu ekki hækkuð til SÁÁ – Fór sjálfur í meðferð – „Þetta er ekki flokkspólitískt mál.“

Ágúst Ólafur ósáttur við að framlög séu ekki hækkuð til SÁÁ – Fór sjálfur í meðferð – „Þetta er ekki flokkspólitískt mál.“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilja ekki svara fyrirspurnum um mútugreiðslur né opna bókhaldið

Vilja ekki svara fyrirspurnum um mútugreiðslur né opna bókhaldið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvernig Bjarni Ben ætlar að koma í veg fyrir skattsvik

Sjáðu hvernig Bjarni Ben ætlar að koma í veg fyrir skattsvik
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Uppfært 16. nóv: Blaðamannafélagið stefnir Árvakri – Þetta eru verkfallsbrjótarnir

Uppfært 16. nóv: Blaðamannafélagið stefnir Árvakri – Þetta eru verkfallsbrjótarnir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg segir Hagatorg ekki vera hringtorg – „Ekki endilega hringtorg þó að það liggi í hring“

Reykjavíkurborg segir Hagatorg ekki vera hringtorg – „Ekki endilega hringtorg þó að það liggi í hring“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Löggan mun sekta alla sem stoppa á eftir strætó – Boltinn hjá Reykjavíkurborg

Löggan mun sekta alla sem stoppa á eftir strætó – Boltinn hjá Reykjavíkurborg
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís hitti starfsfólk Reykjalundar – „Byrjaðir að draga uppsagnir til baka“  

Svandís hitti starfsfólk Reykjalundar – „Byrjaðir að draga uppsagnir til baka“