fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Neytendasamtökin telja frumvarp Þórdísar gagnslaust – Smálánastarfsemi lýst sem villta vestrinu -„Í rauninni alveg galið“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. október 2019 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, lagði í gær fram á Alþingi frumvarp til laga sem beint er gegn ólöglegum smálánum. Meðal markmiða frumvarpsins er að koma í veg fyrir að lántökukostnaður vegna smálána fari fram úr því sem leyfilegt er samkvæmt íslenskum lögum. Lögin munu veita stjórnvöldum heimild til að fá upplýsingar um starfsemi smálánafyrirtækja. Þá segir enn fremur að ef lánafyrirtækin brjóti gegn þessu sé lántaka ekki skylt að greiða heildarlántökukostnað.

Frumvarpið ekki nógu gott

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sem harðast hefur barist gegn smálánafyrirtækjum undanfarin misseri, sagði á Facebook í gær að frumvarpið gengi ekki nógu langt og hefði þar af leiðandi engin áhrif á starfsemi smálánafyrirtækja og gaf þannig í skyn að frumvarpið sé vita gagnslaust:

„Því miður gengur þetta frumvarp engan veginn nógu langt til að hafa áhrif á smálánastarfsemi. Það þarf að lækka hámarksvexti og setja þak á innheimtukostnað.“

Breki sagði við RÚV að lækka þyrfti leyfilegan heildarlánakostnað íslenskra neytendalána:

„Það vantar að stöðva alla hvata til smálánastarfseminnar. Hvergi nokkurs staðar þar sem eru hámarksvextir eru þeir jafn háir og á Íslandi. Hér eru þeir 50 prósent auk Seðlabankavaxta. Þannig að 53 prósent rúmlega á Íslandi hér núna, sem er í rauninni alveg galið,“

segir Breki.

Villta vestrið

Samtökin hafa talað fyrir að hámarki fimmföldum Seðlabankavöxtum, sem þó eru mun hærri en hæstu yfirdráttavextir. Breki telur einnig að taka þurfi betur á innheimtunni, lög takmarki kostnað við fruminnheimtu og milliinnheimtu krafna, en öðru sé nær þegar komi að löginnheimtu:

„Þá gildir bara villta vestrið. Það eru engin lög.“

Breki segir smálánafyrirtæki og innheimtufélög þeirra nýta sér þetta út í ystu æsar, til að hlaða innheimtukostnaði á kröfurnar. Leggja samtökin til að Finnska leiðin verði farin, hvar hámarksvextir eru 20 prósent og innheimtukostnaður 50 prósent.

Sjá má tillögur Neytendasamtakanna við smálánastarfsemi hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk