fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Landsvirkjun: Gjaldskrárbreytingar í samræmi við lífskjarasamninga

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. október 2019 13:15

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsvirkjun hefur ákveðið að verð í heildsölusamningum fyrirtækisins hækki ekki umfram 2,5% á árinu 2020. Það er sagt í samræmi við stefnu fyrirtækisins og í takti við lífskjarasamningana, þar sem lögð hafi verið áhersla á hóflegar verðhækkanir til raforkufyrirtækja sem selji rafmagn áfram til almennings undanfarin ár, en frá 2006-2018 hefur meðalheildsöluverð Landsvirkjunar lækkað um 16% á föstu verðlagi, samkvæmt tilkynningu.

Græn skírteini fyrir íslensk heimili og fyrirtæki

Allri sölu Landsvirkjunar á almennum markaði fylgja græn skírteini, en það þýðir að heimili og almenn fyrirtæki kaupa raforku úr vottuðum endurnýjanlegum orkugjöfum.

Á vefsíðu Samorku, www.samorka.is/raforka, er hægt að fræðast um rafmagnskostnað heimilanna og samsetningu hans, en raforkuverð frá Landsvirkjun er að meðaltali um fjórðungur af endanlegum rafmagnsreikningi heimilanna í þeim tilvikum sem sölufyrirtæki kaupa raforku af Landsvirkjun. Við það bætist álagning sölufyrirtækja, flutningur, dreifing og virðisaukaskattur.

„Hlutfall raforku af heildarrafmagnsreikningi heimilis hefur farið lækkandi undanfarin ár, en ein skýring þess er að heildsöluverð frá Landsvirkjun hefur hækkað minna en verðlag á tímabilinu. Heildsöluverð Landsvirkjunar sem hlutfall af rafmagnsreikningi heimilanna hefur lækkað úr tæpum þriðjungi í fjórðung á síðustu 10 árum, farið úr 30% árið 2008 í 26% árið 2018,“

segir í tilkynningu.

Sjá nánar á vef Landsvirkjunar:

www.landsvirkjun.is/fyrirtaekid/fjolmidlatorg/frettir/frett/heildsoluverd-birt-fyrir-arid-2020/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn