fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Marriott hótelinu seinkar, kostnaður hækkar og ferðamönnum fækkar – „Við höfum engar áhyggjur”

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. október 2019 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til stendur að opna Marriott hótelið við hlið Hörpu á næsta ári, en það fær nafnið Reykjavík Edition og verður fimm stjörnu hotel, það fyrsta á Íslandi. Upphaflega átti að opna það á þessu ári.

Átti það að kosta um 16 milljarða samkvæmt fyrstu áætlunum, en stefnir nú í að kosta um 20 milljarða.

Richard L. Friedman, forstjóri og aðaleigandi bandaríska fasteignaþróunarfélagsins Carpenter & Company, sem er einn aðalfjárfestirinn í hótelinu, hefur ekki áhyggjur af kostnaði eða seinkun, en hann var í viðtali á RÚV í gær:

„Ég hef haft umsjón með næstum 30 hótelum og ekkert þeirra hefur verið tilbúið á tilsettum tíma. Þetta er mjög algengt í þessum bransa. Sem er dýrt, en þetta er fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi. Við reynum ekki að spara neitt. Við viljum byggja upp hótel sem er langtum betra en önnur hótel á Íslandi.“

Hótelið verður 17 þúsund fermetrar og með 253 herbergjum og mun sjá um 400 manns fyrir vinnu, sem Friedman segir vonast til að verði flestir Íslendingar. Friedman hefur þó ekki áhyggjur af fækkun ferðamanna:

„Það veldur okkur engum áhyggjum. Síðasta ferðamannasprengja, ef svo má segja, byggðist lauslega á Airbnb, WOW og öðru slíku. Við reiddum okkur aldrei á það. Hvert sem ég fer í Bandaríkjunum, þar sem ég er að byggja hótel um allt land, finnum við fólk sem segist vilja fara til Íslands en hefur ekki fundið rétta staðinn eða rétta hótelið. Ég held að þetta fari allt vel. Við höfum engar áhyggjur af þessu,“

segir Friedman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli