Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Eyjan

Sigurður Ingi segir Uber geta hafið starfsemi á Íslandi í vetur

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 7. október 2019 20:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að með nýrri löggjöf geti Uber hafið starfsemi hér á Íslandi í vetur. 

Þetta kom fram í viðtali við Sigurð í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar sagði hann að frumvarpið væri í smíðum og að ekkert sé fyrir hendi að Uber geti hafið starfsemi á Íslandi ef fyrirtækið uppfyllir skilyrði laganna.

„Það er sem sagt frumvarp sem hefur verið í smíðum núna um alllangt skeið. Við vorum með starfshóp sem skilaði af sér í fyrra og frumvarp sem kemur núna til þingsins bara á næstu mánuðum. Við erum svona að bregðast við með sama hætti og öll Norðurlöndin við svona breyttum almennum reglum um að opna þennan markað meira. Þar gæti Uber alveg komið til greina ef þeir uppfylla skilyrði laganna og þar með geta þeir hafið starfsemi sína hérna á Íslandi.“

Sigurður sagði í þættinum að hann hafi ekki heyrt um áhuga frá Uber um að hefja starfsemi hér á landi.

„Það hefur allaveganna ekki komið inn á borð til mín í það minnsta.“ 

Sigurður var þá spurður hvort það væri verið að breyta lögunum um leigubílaakstur svo Uber gæti komið inn á markaðinn hér á landi. Hann svaraði því játandi en fór þó ekki meira út í það hvaða skilyrði það væru sem Uber þyrftu að uppfylla. 

Hann segist vera vongóður um að lögin fari í gegn á Alþingi í vetur.

„Það fer eftir afköstum þingsins og hvernig móttökurnar verða á þinginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Ekið á áttræða konu og Ásta hefur fengið nóg – „Vona að borgarfulltrúar okkar taki þessari ábendingu“

Ekið á áttræða konu og Ásta hefur fengið nóg – „Vona að borgarfulltrúar okkar taki þessari ábendingu“
Eyjan
Í gær

Brynjar vill aðskilnað – „Virðist einkum vera í því að eyðileggja einstaklinga og fyrirtæki“

Brynjar vill aðskilnað – „Virðist einkum vera í því að eyðileggja einstaklinga og fyrirtæki“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Logi er gáttaður á eyðslusemi Reykjavíkurborgar – „Eins og milljónamæringur á fyllerí“

Logi er gáttaður á eyðslusemi Reykjavíkurborgar – „Eins og milljónamæringur á fyllerí“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem óvart felldi Berlínarmúrinn 9. nóvember 1989

Maðurinn sem óvart felldi Berlínarmúrinn 9. nóvember 1989
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Pírati segir fréttir af gjaldþroti sínu stórlega ýktar – „Óþarfi að reyna að flýta dauðdögum með óþarfa hjartaáföllum!“

Pírati segir fréttir af gjaldþroti sínu stórlega ýktar – „Óþarfi að reyna að flýta dauðdögum með óþarfa hjartaáföllum!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ríkið aðstoðar aðeins við kaup á nýjum íbúðum sem hafa aldrei verið dýrari – „Algjör svik verði það raunin“

Ríkið aðstoðar aðeins við kaup á nýjum íbúðum sem hafa aldrei verið dýrari – „Algjör svik verði það raunin“