fbpx
Fimmtudagur 22.janúar 2026
Eyjan

Álitamál – á að leyfa Uber á Íslandi?

Egill Helgason
Mánudaginn 7. október 2019 21:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að frumvarp sem leyfi starfsemi farveitunnar Uber á Íslandi verði lagt fram á þingi bráðlega.

Þetta gæti orðið eldfimt mál.

Uber hefur sína kosti. Þetta er þægileg þjónusta og ekki sérlega dýr. Ég hef notað hana talsvert í Bandaríkjunum og þá reyndar frekar Lyft – sem hefur betra orð á sér en Uber. Maður pantar í gegnum síma, greiðir með honum, og manni er skilað beint upp að dyrum. Það er líka ágætt að geta séð fyrirfram hvernig bíl maður getur átt von á og umsagnir sem bílstjórinn fær.

Leigubílar á Íslandi eru dýrir – og maður getur stundum þurft að bíða óþægilega lengi eftir þeim.

En gallarnir eru ófáir, enda hefur starfsemi Uber verið bönnuð víða. Þetta snýst ekki síst um ábyrgð farveitunnar sjálfrar – hún er ekkert nema milliliður, vefsíða og app, og reynir að komast upp með að taka eins litla ábyrgð og hægt getur. Mestallt slíkt lendir á bílstjórunum sjálfum sem eiga bílana og reka þá.

Bílstjórarnir hjá Uber eru líka afar illa launaðir, njóta lítilla réttinda, á meðan fyrirtækið er metið á milljarða dollara á hlutabréfamarkaði.

Annar vandi við Uber (og aðrar farveitur) er að þær auka bílaumferð í borgum, þegar við ættum í raun að stefna í þveröfuga átt. Ástæðan er sú að fólk sem annars myndi nota almenningssamgöngur venur sig á að nota Uber – sem eins og segir hér að ofan getur verið býsna þægilegt.

Þetta er semsagt álitamál.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Kyrrstöðuflokkarnir þurftu að víkja úr ríkisstjórn til að eitthvað gerðist í málefnum fjölmiðla

Orðið á götunni: Kyrrstöðuflokkarnir þurftu að víkja úr ríkisstjórn til að eitthvað gerðist í málefnum fjölmiðla
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Mikilvægt að hafa Ingu og Flokk fólksins í ríkisstjórninni – sinnum hópum sem hafa verið hliðsettir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Mikilvægt að hafa Ingu og Flokk fólksins í ríkisstjórninni – sinnum hópum sem hafa verið hliðsettir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Ef samningurinn verður jafnvondur og Miðflokkurinn heldur fram greiði ég atkvæði á móti

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Ef samningurinn verður jafnvondur og Miðflokkurinn heldur fram greiði ég atkvæði á móti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Rangt að segja engar undanþágur í boði – öll aðildarríki hafa fengið varanlegar sérlausnir um sína grundvallarhagsmuni

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Rangt að segja engar undanþágur í boði – öll aðildarríki hafa fengið varanlegar sérlausnir um sína grundvallarhagsmuni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Gerum eins og Svíar – förum inn í ESB með höfuðið hátt og til að hafa áhrif

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Gerum eins og Svíar – förum inn í ESB með höfuðið hátt og til að hafa áhrif
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hafa skal það sem ljótara reynist

Sigmundur Ernir skrifar: Hafa skal það sem ljótara reynist