fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Sigurður Ingi um vegtolla: Nú heitir það forgangsgjald

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 25. september 2019 09:54

Sigurður Ingi Jóhannsson Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, kynnti breytta forgangsröðun á samgönguáætlun í gær er hann hélt fundi á Vík, Kirkjubæjarklaustri og Höfn. Sigurður nefndi að flestar þær framkvæmdir sem rætt var um á svæðinu gætu orðið að veruleika fyrr en ella, með svokölluðu forgangsgjaldi, sem virðist enn ein nafnbótin yfir vegtolla, veggjöld eða vegskatta, sem gagnrýnendur segja lítið annað en aukna skattbyrði á almenning, sama hvaða nöfnum það nefnist. Orðið forgangsgjald hefur mun jákvæðari blæ yfir sér en þau fyrrnefndu og gefur til kynna umbun fyrir þann sem greiðir gjaldið, meðan að -tollur og -skattur virðist framkalla ónotatilfinningu hjá fólki, sem leiðir alveg niður í veski, en óstaðfestar tölur um vegtolla sem heyrst hafa í umræðunni gefa til kynna árlegan kostnað upp á allt að 400 þúsund krónur.

Forgangsgjald og Hvalfjarðamódelið

Sigurður Ingi gaf fyrirheit um að framkvæmdir mynda ganga hraðar fyrir sig ef ríkið fengi greitt fyrir framkvæmdirnar jafnóðum, með því að nota Hvalfjarðargangamódelið:

„Öryggið er leiðarljósið við forgangsröðun framkvæmda en umferðin er þung og er ferðamannfjöldinn á tilteknum svæðum oft á við meðalstórt bæjarfélag. Ávinningurinn af breyttri forgangsröðun er umtalsverður og flýtir framkvæmdum um mörg ár. Brú yfir Hornafjarðafljót styttir hringveginn um tæpa 12 km og losar um 3 einbreiðar brýr. Láglendisvegur um Mýrdal/jarðgöng um Reynisfjall bætir öryggi þeirra fjöldamörgu farþega sem fara þar um og ný brú yfir Ölfusá dregur úr umferðateppu sem myndast gjarnan við Selfoss. Með forgangsgjaldi í tiltekin tíma, líkt og Hvalfjarðargangamódelið gekk út á, geta framkvæmdirnar orðið að veruleika fyrr en ella en forsenda þess er að val sé um aðra leið.“

Brýr og jarðgöng

Umræðuefni fundanna var margvíslegt samkvæmt Sigurði Inga:

„Brú yfir Hornafjarðarfljót, fækkun einbreiðra brúa, Grynnslin, láglendisvegur um Mýrdal/jarðgöng í Reynisfjalli, ný brú yfir Ölfusá, flugvellir, niðurgreiðsla flugfargjalda, almenningssamgöngur, orkuskipti, landbúnaður og jarðarmál voru til umræðu á fjölmennum fundum á Höfn, Klaustri og Vík í gær. Það var ánægjulegt að kynna breytta forgangsröðun á samgönguframkvæmdum sem munu birtast í samgönguáætlun í okt.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar