fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Samtök atvinnulífsins: Opinberir starfsmenn hafa það best á Íslandi samanborið við Norðurlöndin

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 25. september 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heildarlaun opinberra starfsmanna á Íslandi voru að meðaltali mun hærri en annars staðar á Norðurlöndum árið 2018. Heildarlaunin voru um 20% hærri á Íslandi en í Danmörku og Noregi og tæplega 70% hærri en í Svíþjóð. Grunnlaun og regluleg laun voru hins vegar svipuð á Íslandi og í Danmörku og Noregi en um 40% hærri en í Svíþjóð.

Þetta segir á vef Samtaka atvinnulífsins , en hagstofur Norðurlandanna birta ítarlegar launaupplýsingar á vefsíðum sínum. Í meðfylgjandi samanburði eru meðalmánaðarlaun opinberra starfsmanna á Íslandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð borin saman á árinu 2018. Launin á Norðurlöndunum eru umreiknuð yfir í íslenskar krónur á meðgengi krónunnar gagnvart gjaldmiðlum Norðurlanda árið 2018.

Á vef SA eru birtar eftirfarandi töflur og skýringar:

Laun háskólamenntaðra sérfræðinga
Meðalheildarlaun háskólamenntaðra sérfræðinga hjá hinu opinbera voru um 15% hærri á Íslandi en í Danmörku og Noregi og rúmlega 50% hærri en í Svíþjóð.

Regluleg laun háskólamenntaðra sérfræðinga hjá hinu opinbera á Íslandi voru hins vegar 4-5% lægri en í Danmörku og Noregi en 30% hærri en í Svíþjóð.

Samanburður heildarlauna almenna og opinbera vinnumarkaðarins
Meðallaun á almennum vinnumarkaði eru yfirleitt nokkuð hærri en hjá hinu opinbera á Norðurlöndum. Munurinn er þó ekki mikill í heild. Á Íslandi voru meðaltals heildarlaun 3% hærri á almennum vinnumarkaði en hjá hinu opinbera, en 5% hærri í Noregi og 9-10% hærri í Svíþjóð og Danmörku.

Meiri munur getur verið á meðallaunum milli þessara tveggja vinnumarkaða þegar litið er til einstakra starfsstétta. Þannig voru heildarlaun háskólamenntaðra sérfræðinga á almennum vinnumarkaði á Íslandi að meðaltali 28% hærri en sérfræðinga hjá hinu opinbera, svipað og í Danmörku þar sem munurinn var 26%, en hann var heldur minni í Noregi og Svíþjóð, þ.e. 23% og 19%.

Um heildarlaun: Launahugtök eru mismunandi eftir löndunum en þó að mestu sambærileg. Grunnlaun eru birt af hagstofum allra landanna. Unnt er að reikna út regluleg laun eins og þau eru skilgreind af Hagstofu Íslands, þar sem aukagreiðslur í formi álaga og bónusa eru oft sérgreindar. Yfirvinnugreiðslur skýra stærsta hluta munar heildarlauna og reglulegra launa. Yfirvinnugreiðslur námu 0,3% af heildarlaunum opinberra starfsmanna í Danmörku, 1,5% í Noregi, um 4% í Svíþjóð og 11% á Íslandi árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins