fbpx
Sunnudagur 15.september 2019  |
Eyjan

Eyþór Arnalds: „Vona að nýjum ritara auðnist að sameina sjálfstæðismenn“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 11. september 2019 15:13

Eyþór Arnalds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur undanfarið verið orðaður við ritaraembætti flokksins, sem er óskipað eftir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gerðist dómsmálaráðherra. Kosið verður í embættið á flokksráðsfundi um næstu helgi og hafa fjölmargir verið orðaðir við embættið auk Eyþórs, þar á meðal Jón Gunnarsson þingmaður, Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi, Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar.

Eyþór hyggst hinsvegar ekki gefa kost á sér, samkvæmt yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í dag:

„Fyrir mér snýst hugsjón Sjálfstæðisflokksins um tilverurétt allra og frelsi einstaklingsins. Ég gaf kost á mér til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík snemma á síðasta ári og fékk til þess skýrt umboð 61% Sjálfstæðismanna í borginni. Í borgarstjórnarkosningum fengum við yfir 30% atkvæða og erum aftur stærsti flokkurinn í Reykjavík, í fyrsta sinn í tólf ár. Við ætlum að ná enn betri árangri og auka við fylgi flokksins í næstu kosningum.

Sjálfstæðisflokkurinn er eini valkosturinn gegn núverandi meirihluta vinstrimanna í borginni. Vinstriflokkarnir hafa leikið borgarbúa grátt í samgöngumálum, húsnæðismálum og með æ hækkandi sköttum og gjöldum. Við, Sjálfstæðismenn, munum breyta þessu.

Á laugardag verður kjörinn nýr ritari Sjálfstæðisflokksins. Nauðsynlegt er að nýjum ritara verði falið að efla tengslin milli grasrótar og forystu, vinna að því sem sameinar okkur sjálfstæðismenn og leita sátta í ágreiningsmálum. Þessi vegferð verður krefjandi og útheimtir tíma og athygli þess sem mun gegna því.

Ég er þakklátur fyrir það traust og þá velvild sem grasrótin í flokknum um allt land hefur sýnt mér. Ég hef fengið fjölda símtala og hvatningu frá traustu Sjálfstæðisfólki. Það mikla verkefni að leiða Sjálfstæðisflokkinn áfram og upp á við, er þess eðlis að það krefst einbeitingar og fullrar athygli.

Ég tel að það gagnist borgarbúum best að ég sé óskiptur í því verki sem ég tók að mér á síðasta ári. Því hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins.

Það er nauðsynlegt að sjálfstæðismenn taki höndum saman í því að styrkja og efla flokkinn okkar. Ég vona að nýjum ritara auðnist að sameina sjálfstæðismenn um allt land þannig flokkurinn blómstri sem aldrei fyrr.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar: „Það vita ekki allir að til er enn merkilegri staða innan flokksins“

Brynjar: „Það vita ekki allir að til er enn merkilegri staða innan flokksins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mikil andstaða við uppbyggingu á hernaðaraðstöðu Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli

Mikil andstaða við uppbyggingu á hernaðaraðstöðu Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur svarar gagnrýninni: „Heimurinn er ekki að farast“

Sigmundur svarar gagnrýninni: „Heimurinn er ekki að farast“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri WMO segir viðtal við sig rangtúlkað – „Þetta eru tröllauknar áskoranir“

Framkvæmdastjóri WMO segir viðtal við sig rangtúlkað – „Þetta eru tröllauknar áskoranir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dásamlegt gestaboð á Nýja-Íslandi – örlítil minning um Einar Vigfússon

Dásamlegt gestaboð á Nýja-Íslandi – örlítil minning um Einar Vigfússon
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur hjólar í SI: „Væri kostur ef gögnin væru birt jafn ítarlega og gert var fyrir nokkrum árum“

Dagur hjólar í SI: „Væri kostur ef gögnin væru birt jafn ítarlega og gert var fyrir nokkrum árum“