fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Katrín Jakobsdóttir segist vera reiðubúinn að funda með Mike Pence

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 23. ágúst 2019 17:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeffrey Ross Gunther, nýskipaður sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, fundaði með Katrínu Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, í stjórnarráðshúsinu í dag. Katrín lýsti því þar yfir að hún sé reiðubúin að funda með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þann 4. september næstkomandi. Þetta staðfesti Lára Björg Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, í samtali við Fréttablaðið.

Fréttablaðið greindi einnig frá því að það sé til skoðunar að lengja dvöl varaforsetans á Íslandi. Upphaflega stóð til að hann myndi funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, þann 3. september næstkomandi og síðan myndi Pence halda út til Bretlands daginn eftir.

„Hingað kom nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi á fund í forsætisráðuneytinu,“ sagði Lára Björg í samtali við Fréttablaðið.

„Á þeim fundi var sá mögu­leiki ræddur að varaforseti myndi framlengja dvöl sína og að for­sætis­ráð­herra og vara­for­setinn myndu þannig ná saman á fundi 4. septem­ber þegar Katrín kæmi til baka frá Sví­þjóð, og á þeim fundi lýsti for­sætis­ráð­herra sig reiðu­búna til þess.“

Katrín ætlaði upphaflega ekki að funda með varaforsetanum og vakti það mikla athygli. Katrínu var hrósað og lastað til skiptis en Pence hefur mikið talað gegn réttindum ýmissa jaðarhópa í samfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“