fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Árni Pétur ráðinn forstjóri Skeljungs

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 11:00

Rússneski togarinn fékk olíu hjá Skeljungi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Skeljungs hf. hefur ráðið Árna Pétur Jónsson sem forstjóra félagsins og mun ráðningin taka gildi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Árni á að baki langan feril í rekstri fyrirtækja hér á landi og unnið með fyrirtækjum í alþjóðaviðskiptu, svo sem Vodafone, Debenhams, Zara, Top Shop og Iceland. Þá var Árni forstjóri Teymis hf. þegar það var skráð í Kauphöll Íslands auk þess sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Olís og Högum.

Í tilkynningunni kemur fram að hin síðari ár hafi Árni Pétur verið forstjóri Tíu Ellefu (10-11)/Iceland Verslun (Iceland) og Basko, en hann seldi hlut sinn 2016.

Árni Pétur hefur átt sæti í fjölmörgum stjórnum fyrirtækja, ýmist sem stjórnarmaður eða stjórnarformaður.  Má þar nefna fyrirtæki s.s. Lyfja, Securitas, Skeljungur, Penninn, Borgun og Eldum rétt.  Þá hefur Árni Pétur komið að rekstri símafyrirtækisins Kall í Færeyjum og Bónus í Færeyjum.

Jens Meinhard Rasmussen, stjórnarformaður, segir í tilkynningunni að með ráðningunni á Árna sé fyrirtækið að fá inn reynslu og þekkingu sem mun nýtast til að sækja fram á við og móta fyrirtækið til framtíðar.

„Ég hlakka til að takast á við þetta spennandi verkefni. Ég þekki Skeljung vel og veit að þar starfar öflugt og reynslumikið fólk. Starfsemi okkar á Íslandi og í Færeyjum byggir á traustum grunni sem við ætlum að halda áfram að þróa. Rekstrarumhverfi fyrirtækisins hefur og mun taka breytingum á næstu árum, sem gerir starfið mjög áhugavert,“ segir Árni Pétur í tilkynningunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“