Föstudagur 22.nóvember 2019
Eyjan

Ríkisstjórnin ræðir jarðakaup útlendinga – Stefnt að lagafrumvarpi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. ágúst 2019 08:00

Talsmaður Ratcliffe segir hann ekki eiga Dylan Holding SA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin fundar í Mývatnssveit á morgun og þar munu ráðherrarnir ræða jarðakaup útlendinga hér á landi. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitastjórnarráðherra, undrast seinagang starfshóps Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um jarðakaup auðmanna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Sigurði Inga að mikilvægt sé að lagafrumvarp um þessi mál verði lagt fram næsta vetur. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að allflestir ráðherrar styðji hert lög um eignarhald á jörðum.

„Það var skipaður starfshópur sem hefur að mínu mati ekki unnið nægilega hratt.“

Er haft eftir Sigurði Inga.

Í gær var skýrt frá því að auðmaðurinn Jim Ratcliffe hyggi á stórfellda uppbyggingu á Norðausturlandi til að vernda Atlantshafslaxinn. Ratcliffe hefur keypt tugi jarða á svæðinu á undanförnum misserum, flestar í Vopnafirði. Fréttablaðið hefur eftir Jóni Helga Björnssyni, formanni Landssambands veiðifélaga, að ekki sé ólíklegt að fyrirhugaðar framkvæmdir Ratcliffe geti haft jákvæð áhrif í þeim ám sem framkvæmdirnar beinast að en muni ekki hafa mikil áhrif á aðrar ár eða laxastofninn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Vigdís sakar Samfylkinguna um spillingu – „Þessi tengsl eru afar afhjúpandi“

Vigdís sakar Samfylkinguna um spillingu – „Þessi tengsl eru afar afhjúpandi“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristján Þór fer fyrir spillingarrannsókn gegn mútum og peningaþvætti í kjölfar Samherjamálsins

Kristján Þór fer fyrir spillingarrannsókn gegn mútum og peningaþvætti í kjölfar Samherjamálsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Borgarstjóri bölvar Mogganum og segir Eyþór tvísaga: „Stendur Eyþór ennþá í skuld við Samherja ?“

Borgarstjóri bölvar Mogganum og segir Eyþór tvísaga: „Stendur Eyþór ennþá í skuld við Samherja ?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvernig ríkisstjórnin ætlar að bregðast við Samherjamálinu vegna „hugsanlegs orðsporshnekkis“

Sjáðu hvernig ríkisstjórnin ætlar að bregðast við Samherjamálinu vegna „hugsanlegs orðsporshnekkis“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samherjaskjölin: Telur sig vita af hverju Jóhannes uppljóstrari var rekinn frá Samherja

Samherjaskjölin: Telur sig vita af hverju Jóhannes uppljóstrari var rekinn frá Samherja
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilja lækka greiðslubyrði námslána og afnema ábyrgðarmannakerfið

Vilja lækka greiðslubyrði námslána og afnema ábyrgðarmannakerfið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sósíalistar um Samherjamálið: „Auðvaldið rífur niður samfélagið. Sósíalisminn byggir það upp“

Sósíalistar um Samherjamálið: „Auðvaldið rífur niður samfélagið. Sósíalisminn byggir það upp“