fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Segir framkomu Bergþórs og Gunnars Braga við Albertínu grafalvarlega

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 4. ágúst 2019 12:16

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir það grafalvarlegt mál þegar karlar í valdastöðu ráðist að nafngreindum konum með þeim hætti sem þingmenn Miðflokksins gerðu á Klaustur bar. Segir hún jafnframt að þingmennirnir haldi árásunum áfram í vörnum sínum í málinu.

Þeir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson halda því fram að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafi áreitt sig kynferðislega. Siðanefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ummæli Bergþórs og Gunnars Braga um Albertínu á Klausturupptökunum væru brot á siðareglum Alþingis. Bergþór telur þá niðurstöðu fráleita og segist hafa verið að tjá sig í einkasamtali um kynferððislega áreitni sem hann varð fyrir. Heiða segir um þetta á Facebook-síðu sinni:

Það er grafalvarlegt mál þegar karlar í valdastöðu ráðast að nafngreindum konum með þeim hætti sem þingmenn Miðflokksins gerðu á Klausturbar og gera enn í vörnum sínum. Í stað þess að gangast því að hafa hagað sér með ósæmilegum hætti og biðjast afsökunnar þá reyna þeir að normailisera orðræðuna og gefa í, drusluskamma nafngreinda þinkonu, setja sjálfa sig í þolendasæti og reyna að tengja það metoo. Þessi framkoma verður þeim til ævarandi skammar og afhjúpar þá sem varðmenn fyrir gamalt og úrelt kynjakerfi sem stendur í vegi fyrir jafnrétti. Metoo fjallaði einmitt að stórum hluta um þessar aðferðir karla til að halda konum niðri, áreita þær í orði eða gjörðum gera lítið úr þeim og þeirra framlagi, þetta hefur virkað hingað til en það er okkar að sjá til þess að það geri það ekki lengur. Metoo vakti okkur og sýndi hve mikið verk er enn óunnið í jafnréttismálum og það er okkar að halda áfram af meiri krafti en nokkru sinni fyrr.

Sjá einnig:

Hlutstaðu á Bergþór og Gunnar tala um Albertínu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki