fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins streyma yfir til Miðflokksins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. júlí 2019 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Zenter rannsókna mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins nú 20,5% en var 22,5% í síðasta mánuði. Fylgi Miðflokksins mælist nú 13,4% en var 9,8% í síðasta mánuði. Í könnuninni var fólk einnig spurt hvað það kaus í þingkosningunum 2017. Í ljós kom að 69,5% þeirra sem kusu sjálfstæðisflokkinn þá styðja hann nú en 21,1% þeirra styðja nú Miðflokkinn. Þannig hefur fimmti hver kjósandi Sjálfstæðisflokksins flutt sig yfir til Miðflokksins.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag en könnuni var gerð af Zenter rannsóknum 24. til 26. júlí síðastliðinn.

Blaðið hefur eftir Bjarna Benediktssyni, ráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, að hann sé ekki ánægður með að fylgi flokksins mælist undir kjörfylgi en hér sé um dæmigerðar sveiflur á miðju kjörtímabili að ræða. Almennt megi búast við að ríkisstjórnarflokkar gefir eftir á miðju kjörtímabili.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist telja að orkupakkamálið hafi áhrif á fylgið.

„En kannski ekki bara út af því máli sjálfu heldur meira út af því að við viljum vera prinsippflokkur. Það sem ég vona er að menn séu að meta það við okkur að við séum flokkur sem stendur við sín prinsipp. Það birtist í orkupakkamálinu en mun gera það líka í fleiri málum.“

Sagði Sigmundur.

Fylgi Samfylingarinnar mældist 14,4% en var 14,1% í síðasta mánuði. Píratar mælast með 12,3% en voru með 15,2% í síðasta mánuði. VG mælist með 12,9% en var með 13,1% í síðasta mánuði. Viðreisn mælist með 10,6% en var með 9,9% í síðasta mánuði. Framsókn mælist með 8,2% en var með 7,1% í síðasta mánuði. Flokkur fólksins mælist með 3,2% en var með 4,3% í síðasta mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki