fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Eyjan

Hógvær tillaga – því hendið þið ekki börnunum á grillið?

Egill Helgason
Sunnudaginn 28. júlí 2019 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A Modest Proposal er fræg ritgerð eftir írska höfundinn Jonathan Swift. Hún var samin 1729 og heitir fullu nafni: „A Modest Proposal, in full A Modest Proposal for Preventing the Children of Poor People from Being a Burthen to their Parents, or the Country, and for Making Them Beneficial to the Publick„.

Þetta er auðvitað háðsádeila. Fátæktin og eymdin á Írlandi var slík og kúgun Englendinga að Swift lagði einfaldlega til að barnafjöldin sem fæddist í landinu yrði nýtt til matar handa fyrirfólki á Englandi. Þannig gætu foreldrarnir aðeins lagað fjárhagsstöðu sína.

Ritgerðin varð fræg og umdeild og enn í dag er hugtakið „A Modest Proposal“ notað um vissa tegund af háði, háði sem virðist vera sett fram í fullri alvöru.

Mér flaug þetta í hug þegar ég las litla færslu frá einum gáfaðasta og hugkvæmasta vini mínum á Facebook, Viðari Víkingssyni.

Viðar skrifar um loftslagsbreytingar – þetta er einmitt dæmi um hógværa tillögu eins og hjá Swift.

„Í gegnum tíðina hef ég öðlast marga fésbókarvini sem ég kann lítil skil á. En sem oft birta af sér myndir. Margt af þessu fólki er á mínum aldri og á barnabörn. Á myndunum er það gjarnan statt í sumarbústað, með barnabörn í fanginu, og í næstu nálægð er verið að grilla. En sama fólkið sér maður svo gera lítið úr hnatthlýnun og láta eins og þeirra brjóstvit vegi meira en álit 99% prósent vísindamanna. – Mér er spurn: Þið ömmur og afar sem brátt verðið dauð, því hendið þið ekki barnabörnunum strax á grillið hjá sumarbústaðnum ykkar? Þannig gætuð þið gefið til kynna í raun hversu annt ykkur um litlu krílin, glókollana, rassgatarófurnar ykkar. Því grillið er það sem þeirra bíður ef ekkert er að gert, og það er ykkur að kenna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð