fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Rannveig Tenchi um Pírata: „Það er bara svo mikið einelti í flokknum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 18:10

Rannveig Tenchi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannveig Tenchi, varaborgarfulltrúi Pírata, segir í viðtali við DV að vond samskipti og einelti séu helsta vandamál flokksins. Það sem blasti við almenningi í upptöku af átakafundi Pírata á mánudagskvöld sé birtingarmynd vanda sem lengi hafi blasað við.

„Síðast haust fór ég hörðum orðum um ástandið í flokknum og ég upplifi ástandið í dag sem afleiðingu af því að þá voru vandamálin ekki tækluð,“ segir Rannveig. Hún er ekki virk í starfi flokksins lengur þó að hún sitji fyrir hönd hans í borgarstjórn:

„Ég endaði á því að gefast upp á ástandinu. Tók ákvörðun um að ég ætlaði að klára kjörtímabilið í borginni en að öðru leyti tek ég ekki þátt í einu né neinum hjá Pírötum.“ Rannveig segir að margt þurfi að breytast til að hún verði ennþá Pírati eftir næstu borgarstjórnarkosningar.

„Það er ljóst að á þessum fundi var fullt af óuppgerðum hlutum gagnvart Birgittu og öðrum en ég held að uppsetningin á fundinum hafi ekki verið góð og það hafi ekki verið gott að koma félagsmönnum í þessa stöðu.“ Með þessu á Rannveig við að það hafi ekki verið rétt af meirihluta framkvæmdaráðs að tilnefna Birgittu til kjörs í trúnaðarráð Pírata. Hún tapaði síðan þeirra kosningu með miklum mun meðal félagsmanna.

Rannveig er í hópi þeirra sem telur Birgittu ekki heppilegan kost í trúnaðarráð flokksins en það þýði ekki að hún eigi ekki heima í öðru starfi hans. Tekur hún þar undir orð Halldóru Mogensen, þingmanns og varaþingflokksformanns Pírata, sem hefur lýst yfir sömu skoðun. Segir Hallóra af og frá að þingflokkur Pírata vilji losna við Birgittu þó að trúnaðarráðið sé ekki heppilegasti staðurinn fyrir hana.

Rannveig segir hins vegar fráleitt að ásaka Birgittu fyrir að hafa ekki stutt flokkinn í borgarstjórnakosningunum en hún hefur verið gagnrýnd hart fyrir það af mörgum Pírötum, meðal annars í umræðum á samfélagsmiðlum.

„Birgitta og hvaða Pírati sem er má kjósa það sem hann vill. Það á að vera eitt af megineinkennum Pírata að við höfum alls konar skoðanir og megum skipta um skoðun. Við eigum bara að kjósa eftir sannfæringu. Mér fannst auðvitað svekkjandi að hún vildi ekki kjósa okkur í borgarstjórnarkosningunum en ég fer ekki að erfa við hana hver hennar sannfæring er.“

Rannveig segir Birgittu hafa verið mikinn drifkraft í pólitísku starfi og framlag hennar til stofnunar Borgarahreyfingarinnar og Píratapartýisins sé ómetanlegt.

Vandamálin eru andlegt ofbeldi og einelti

Það er nokkuð athyglisvert að þó að Rannveig telji ástandið í Pírötum svo slæmt að hún geti ekki starfað þar þá snúist vandinn ekki um stefnumál eða einu sinni pólitík yfirleitt, heldur erfið samskipti og beinlínis vonda framkomu. Í raun andlegt ofbeldi.

„Það er bara svo mikið einelti í flokknum. Samskiptin eru virkilega rotin. Ég er ekki bara að tala um baktal, ég kippi mér ekki upp við það og það er í öllum flokknum,“ segir Rannveig sem telur að margir einstaklingar í Pírötum gangi allt of hart fram í árásum á flokkssystkini sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun