fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 21. júní 2019 16:00

Starfsfólk hjá Reykjavíkurborg tók þátt í tilrauninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stytting vinnuvikunnar hefur reynst Reykjavíkurborg vel. Starfsánægja er meiri og álag á starfsmönnum minna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar sem lögð var fyrir borgarráð í gær.

Borgarstjórn samþykkti árið 2014 að stofna starfshóp til að útfæra tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Markmiðið var að kanna áhrif styttingunnar á heilsu, vellíðan, starfsanda og þjónustu. Í fyrsta áfanga verkefnisins var valinn starfsstaður á sviði velferðar þar sem starsfólk var undir miklu álagi.

Niðurstöður úr viðhorfskönnun sýndu á þesum starfsstöðvum jók styttingin starfsánægju og sveigjanleika í starfi og álag á starfsmönnum varð minna. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir:

„Í ljós kom að stytting vinnuvikunnar hafði jákvæð áhrif á almenna líðan starfsmanna. Jafnframt voru þátttakendur í tilraunahópi líklegri til að eiga sjaldnar við vinnutengt álag að stríða en samanburðarhópur og það dró úr líkamlegum álagseinkennum hjá þeim sem fengu styttingu. Þátttakendur í tilraunahópi upplifðu betri starfsanda á vinnustað og fundu fyrir meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs.“

Þrátt fyrir styttinguna hafa afköst ekki minnkað. Að auki hafði yfirvinna ekki aukist á móti styttingunni.

Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri kannaði áhrif styttingunnar á fjölskyldu líf og samspil vinnu og einkalífs. Þar bentu niðurstöður til að stytting auðveldi barnafjölskyldum að samrææma vinnu og einkalíf sem og minnkar álag á heimili. Samverustundir fjölskyldunnar urðu fleiri og þátttakendur upplifðu sig afspallaðri, rólegri og í betri samskiptum við vinnufélaga og fjölskyldumeðlimi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“