fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Ragnar boðar lausn á deilunni um þriðja orkupakkann sem felur í sér samþykkt hans

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. júní 2019 11:00

Ragnar Önundarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að ég sé sá eini sem hef sett fram opinberlega (í Mbl. og á FB) hugmynd um hvernig megi leysa ágreininginn um orkupakkann. Til eru nokkrar leiðir, 1) að samþykkja O3, 2) að hafna O3 og 3) sáttaleið, sem sameinar helst sjónarmið. Afar athyglisvert er að ENGIN athugasemd hefur verið gerð opinberlega við hugmyndina, hvorki með né móti. Aðilar eru enn á því að ,,valta yfir” andstæðinginn og sjá ekki enn kosti sátta.“

Svo ritar Ragnar Önundarson, sem varað hefur við innleiðingu þriðja orkupakkans.

Hann segir harðasta kjarnann í tillögu sinni vera, að eignarhaldið á rafmagnsframleiðslunni verði hvorki á höndum ríkisins né sveitarfélaganna:

„Ef rafmagnsframleiðslan er í beinni sameign notenda (ekki hins opinbera) getur ESB ekkert sagt við því. Framleiðslu-samvinnufélag eða samlags-hlutafélag. Án eignarhalds ríkis eða sveitarfélaga. Áður en við gerum nokkuð í orkupakka-málinu eigum við að setja allar gömlu skuldlausu virkjanirnar (þmt Búrfell I og Blöndu) í sérstakt veitufélag í eigu notenda, til að tryggja hinum almenna markaði raforku á hagstæðu verði til langrar framtíðar. Svo getum við haldið áfram.“

Þarf að gerast sem fyrst

Ragnar segir að Ísland eigi að taka þetta kerfi upp sem fyrst og samþykkja síðan þriðja orkupakkann í kjölfarið:

Við eigum að gera þetta einhliða, sem fyrst, og samþykkja svo O3 í kjölfarið, ekki áður, með tilkynningu til ESB um það þetta sé búið og gert. Ef ESB sættir sig ekki við það er það þeirra vandamál, það er nógur markaður fyrir fisk í Asíu.“

Þarf að skilja að eldri og yngri virkjanir

Ragnar birti grein sína um lausnina í Morgunblaðinu þann 27. maí, en segist lítil viðbrögð hafa fengið við henni. Þar segir hann meðal annars að orkupakkarnir séu „vörður á vegferð til Evrópusambandsins“ sem engin samstaða sé um og boðar þá leið sína að skilja á milli eldri virkjana og yngri:

„Sú leið sem ég sé er að skilja eldri niðurgreiddar virkjanir, ekki aðeins allar þær sem gerðar voru fyrir almennan markað heimila og smáfyrirtækja heldur líka stórar niðurgreiddar virkjanir, frá rekstri þeirra sem yngri eru og þjóna orkufrekum iðnaði. Samrekstur í eigu notenda, sem í felst í raun »sjálfsþurftarbúskapur« og kostnaðarskipting getur samræmst EES-reglum. Einhvers konar sameignarform yrði valið, e.t.v. framleiðslusamvinnufélag eða samlagshlutafélag.“

Lágt orkuverð er markmiðið

„Landsvirkjun hefur tekið háar fjárhæðir að láni erlendis á grundvelli síns rekstrar. Óvæntar vendingar sem raska honum gætu orðið gjaldfellingarástæða. Lausnin þarf að gæta hags LV. Sé þetta gert kemur um leið í ljós hvort þessar virkjanir eru að niðurgreiða orku til stóriðju. Ef svo reynist vera hefur eitthvað farið úrskeiðis, því stóru virkjanirnar voru tengdar samningum um orkusölu. Þó svo reynist ekki vera færa þessar virkjanir LV styrk, förum því varlega, en við eigum rétt á að vita hið sanna. Endanlega markmiðið hlýtur að vera að standa við margítrekuð loforð um að almenningur muni njóta lágs orkuverðs í fyllingu tímans, eftir því sem þjóðin eignast skuldlausar virkjanir.“

Hófleg álagning

„Nýja félagið á að vera til fyrir alla eigendur sína og afhenda þeim rafmagn á einu meðaltals framleiðslukostnaðarverði um land allt, etv. með hóflegri álagningu vegna viðhalds og endurnýjunar tækjabúnaðarins. Þetta samræmist ESB-reglum af því að notendurnir eru eigendur þess. Umframorku sína á félagið að selja LV, sem nú yrði eftir þetta með yngri, skuldsettar virkjanir. Verðið yrði í upphafi kostnaðarverð, en gerð yrði áætlun um hvernig það yrði látið hækka í árlegum þrepum, þar til það nær meðalverði til stóriðju. Þetta yrði að gera með vitund og samþykki lánveitenda, en með ríkisábyrgð ef ekki næst samkomulag um annað. Þannig mundu heimilin ekki niðurgreiða neina orku til stóriðju til frambúðar og njóta lágs orkuverðs, eins og ítrekað hefur verið lofað. Þetta er kjarni málsins,“

segir Ragnar í grein sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG