fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Finnbogi segir „elítuflokkinn“ VG á villigötum og ætlar ekki að kjósa þá aftur: „Hægfara fylgihnöttur Engeyjarættarinnar“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. júní 2019 11:58

Finnbogi Hermannsson. Mynd/Halla Mia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fremur er ótrúlegt að fjölskyldan á Bakkavegi 11 í Hnífsdal flykkist á kjörstað til að exa við VG nema flokkurinn kúvendi og hætti stuðningi við erkiíhaldið í landinu og geri það fyrr en síðar. VG er á algjörum villigötum hvernig sem á það er litið,“

Svo segir í niðurlagi greinar Finnboga Hermannssonar, rithöfundar og fyrrverandi forstöðumanns svæðisútvarps Vestfjarða á Ísafirði, sem birt er á vef bb.is.

Greinin ber heitið „VG á villigötum“ og fjallar um hversu langt frá stefnu sinni VG er komið með samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn.

Finnbogi segir að það sé af sem áður var:

„Sú var tíðin að flokkum sem mætti kalla forvera Vinstri grænna í íslenskri pólitík þótti sæma að standa með þeim sem minnst máttu sín í lífsbaráttunni. Ekki bara öryrkjum og öldruðum heldur einnig fólkinu sem ekkert hafði að selja nema vinnu sína.“

Reikningskúnstir og óbreytt ástand

Finnbogi segir að VG hafi aldrei ætlað sér að breyta neinu, þvert á gefin loforð:

 „Svo virðist sem stjórn þessi hafi verið mynduð um óbreytt ástand, status quo. Flokkur sem taldi sig yst til vinstri semur við kapítalistana um óbreytt ástand. Kjör öryrkja og aldraðra skyldu vera áfram undir hungurmörkum. Minnisstæð er ræða Katrínar Jakobsdóttur skömmu eftir að stjórnin var mynduð þegar hún útlistaði fyrir þjóðinni og þar á meðal öryrkjum og gamalmennum hversu mikillar prósentuhækkunar þeir fyrr nefndu hefðu notið. Sölvi Helgason reiknaði barn í kvenmann. Þetta voru álíka reikningskúnstir hjá Katrínu og náttúrlega Bjarna Benediktssyni. En enginn gerir kröfu til Sjálfstæðisflokksins um bætt kjör aldraðra og öryrkja og hvað þá til Framsóknarflokksins sem er einungis kjötkatlaflokkur sem fyrr. Aldrei heyrist múkk frá Vinstri grænum þegar málefni öryrkja eða gamalmenna ber á góma.“

Elítuflokkur

Finnbogi segir VG ekki lengur höfða til þeirra sem minnst mega sín:

„Maður spyr sig um kompásinn hjá VG. Hvers lags flokkur er þetta og hvert er bakland hans? Eins og forystukonur hans og menn séu alveg ligeglad um kjör þeirra sem minnst mega sín. Er þetta orðinn einhver elítuflokkur menntamanna og háskólamanna sem gera það nokkuð gott. Erum við gamalmennin og öryrkjarnir einhver afgangsstærð til vandræða og skiljum ekki gangverk tíðarinnar?“

Finnbogi telur að VG geti lent í vandræðum með að skilgreina sig í næstu kosningum, ekki sé ljóst fyrir hvað hann standi:

„Þegar kemur að næstu kosningum verður spurt; fyrir hvað stendur stjórnmálaflokkurinn Vinstri græn? Ætlar hann að verða áfram hægfara fylgihnöttur Engeyjarættarinnar? Ætlar flokkurinn að halda áfram að hlífa stórfyrirtækjunum með lágum sköttum og litlu veiðigjaldi? Er öryrkjum og öldruðum ætlað áfram hlutverk beiningarmanna í íslensku samfélagi? Og verða kannski fleiri Bakkaævintýri á döfinni eins og á Húsavík ef það þóknast einhverjum þingmönnum í héraði svo aðeins sé minnst á græna litinn í nafngift flokksins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“