fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Meirihluti Evrópubúa meðvitaður um matvælaöryggi samkvæmt EFSA

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. júní 2019 13:58

Hann fékk ekki steikina sína. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hefur gert könnun á viðhorfi Evrópubúa til matvælaöryggis. Niðurstöðurnar sýna að meirihluti Evrópubúa er meðvitaður um matvælaöryggi og tveir þriðju neytenda hafa breytt sínum neysluvenjum vegna upplýsinga sem þeir hafa fengið um matvælaöryggi. Tveir af fimm lýsa persónulegum áhuga á matvælaöryggi og einn af fimm segir það vera þeirra helsta forsenda við kaup á matvælum, samkvæmt tilkynningu frá MAST.

Það sem flestir Evrópubúar horfa fyrst og fremst til við kaup á matvælum er uppruni (53%), verð (51%), matvælaöryggi (50%) og bragð (49%). Minni áhersla er lögð á næringargildi (44%). Siðferði og trú (þ.e.a.s. dýravelferð, umhverfisáhrif og trúarbrögð) hafa minnstu áhrif við val á matvælum (19%).

Þegar kemur að matvælaöryggi er ekkert eitt málefni sem veldur neytendum mestum áhyggjum meðal aðildarríkja ESB. Í yfir 20 löndum voru þrjú helstu áhyggjuefni neytenda misnotkun á sýklalyfjum, hormónum og sterum í búfé (44%), leifar af skordýraeitri í matvælum (39%) og aukefni í matvælum (36%).

Þegar kemur að upplýsingum um hættur í matvælum bera evrópskir neytendur mest traust til vísindamanna eða 82% (sem er 9% hækkun frá árinu 2010), neytendasamtaka (79%) og bænda (69%). Traust til yfirvalda í hverju landi er 60% og til evrópskra stofnana 58% sem er í takt við niðurstöðurnar frá 2010.

Rætt var við 27,655 viðmælendur í 28 löndum Evrópusambandsins (ESB) í apríl 2019. Sambærileg viðhorfskönnun var síðast gerð árið 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi