fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Eyjan

Þetta eru þau fyrirtæki á Íslandi sem menga mest

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. júní 2019 11:58

Mynd-Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt skýrslu Evrópusambandsins um útblástur sem fellur undir ETS-viðskiptakerfið með losunarheimildir, þá voru það Alcoa fjarðarál, Norðurál á Grundartanga og Icelandair sem ollu mestri losun gróðurhúsalofttegunda af Íslenskum fyrirtækjum í fyrra. Stundin greinir frá.

Hvert um sig losuðu fyrirtækin yfir 500 þúsund tonn koltvísýringsígilda árið 2018.

Í fjórða sætinu er Elkem Ísland, sem rekur kísilverið á Grundartanga, með rúmlega 400 þúsund koltvísýringsígildi, þá kemur Rio Tinto Alcan, sem rekur álverið í Straumsvík með tæplega 326 þúsund tonn, og WOW air flugfélagið sáluga kemur þar á eftir með um 278 þúsund tonn.

Kísilverið PCC á Bakka var gangsett í maí í fyrra, og losaði frá þeim tíma rúmlega 50 þúsund tonn, en talið er að árleg losun kísilversins verði 181,500 tonn í fyrsta áfanga, en tvöfaldist síðan þegar annar áfangi verði tekinn í notkun, eða um 363 þúsund tonn.

Í samantekt Umhverfisstofnunnar kemur fram að losun í iðnaði hafi aukist lítillega milli áranna 2017 og 2018, eða úr 1.831.667 tonnum í 1.854.715 tonn.

Hinsvegar er ráðgert að losunin muni stóraukast á næstu árum, ekki síst vegna kísilsvers PCC á Bakka og Thorsil kísilversins í Helguvík, en hið síðarnefnda mun losa um 792 þúsund tonn á ári í fullum afköstum þegar seinni áfangi þess kemst í gagnið.

Háleit markmið byggð á von

Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum er sagt að stefnt sé að 40% samdrætti í losun fyrir árið 2030.

Þar segir hinsvegar einnig að ekki sé unnt að minnka losunina nema með tilkomu nýrrar tækni og er veðjað á að tæknin reddi málunum fyrir miðja þess öld:

„Erfitt er að setja markmið til skemmri tíma fyrir losun frá stóriðju vegna óvissu um nýja stóriðju, lagalegs umhverfis stóriðjulosunar og mats sérfræðinga á því að lausnir til að draga verulega úr losun frá iðnaðarferlum séu ekki í sjónmáli alveg á næstunni. Slíkar lausnir ættu þó að vera mögulegar (kolefnislaus rafskaut, niðurdæling á CO2) til lengri tíma litið og því mætti setja markmið að stóriðja nái að verða kolefnishlutlaus fyrir miðja þessa öld.“

Þá má geta þess að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfissamtökum, en Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, sagði í samtali við Stundina:

„Áætlunin er hvorki magnbundin né tímasett. Hún nær til þröngra og einangraðra sviða, og þar er jafnvel sneitt hjá sviðum sem ríkið gæti auðveldlega stigið inn á, til dæmis að því er varðar landbúnað og fjármálakerfið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins