fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. maí 2019 10:30

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, Sanna Magdalena Mörtudóttir, er ósátt við viðbrögð stjórn knattspyrnudeildar Hauka í Hafnarfirði vegna rasískra ummæla Björgvins Stefánssonar, knattspyrnumanns hjá KR, þegar hann lýsti leik Hauka og Þróttar R. í fyrstu deild karla í gærkvöldi.

Björgvin sagði:

„Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villi­mann­seðlið hjá svarta mann­in­um,“

þegar upp úr sauð milli liðsmanns Hauka og Archange Nkumu hjá Þrótti, sem er dökkur á hörund.

Endurspeglar forréttindastöðu

Björgvin, sem er fyrrverandi leikmaður Hauka, baðst strax afsökunar á ummælum sínum eftir leikinn og segir Sanna að það sé alltaf gott þegar fólk sjái að sér, allir geti klúðrað málunum, en dregur einlægni Björgvins í efa:

„Svona orðanotkun myndast þó ekki í tómarúmi og ég á erfitt með að sjá hvernig ummælin „Þetta er það sem ég er alltaf að segja, það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum“ byggir á hugsunarleysi. Er ég þá að skilja rétt að maður þurfi fyrst að hugsa hvort að þessi orð séu viðeigandi áður en maður lætur þau falla? Ég hélt það væri frekar borðliggjandi að svona hluti segði maður ekki. Þegar þetta er eitthvað sem kemur út úr munni einstaklings þegar hann lýsir fótboltaleik, endurspeglar það þá ekki hvernig sumir vegna forréttindastöðu sinnar þurfa ekki að hugsa og segja bara það sem þeim dettur í hug?“

Þurfa að ganga skrefi lengra

Sanna segir að skoða þurfi rót vandans og kallar eftir því að stjórn knattspyrnudeildar Hauka gangi lengra í yfirlýsingu sinni á Twitter, þar sem ummæli Björgvins eru hörmuð:

„Það væri frábært ef að fólk sem segir svona hluti og sér eftir þeim myndi ganga skrefinu lengra og skoða rót vandans, ef það væri til í að kynna sér birtingarmyndir kynþáttafordóma og hvernig það geti lagt sitt á vogarskálarnar til að vinna gegn kynþáttafordómum. Það væri líka frábært ef að stjórn knattspyrnudeildar Hauka myndi ganga skrefinu lengra í yfirlýsingu sinni og segja að auki við að harma þessi ummæli, muni þau gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að tryggja að svona eigi sér ekki stað aftur, með því til dæmis að sporna gegn kynþáttafordómum á öllum sviðum sem það geti. Ég er bara búin að lesa þessa frétt eftir að hún var uppfærð í ljósi yfirlýsingar knattspyrnufélagsins og veit því ekki hvort að umræddir aðilar hafi tjáð sig frekar um þessi mál á öðrum vettvangi.“

Sjá einnig: Björgvin með kynþáttaníð í beinni útsendingu:Þetta sagði hann um þeldökkan leikmann

Sjá einnig: KSÍ safnar gögnum eftir rasísk ummæli Björgvins:Líkur á að honum verði refsað

Afsökunarbeiðni Hauka:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn