fbpx
Fimmtudagur 17.október 2019  |
Eyjan

Þórhildur Sunna braut siðareglur – Sögð kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. maí 2019 06:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siðnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi brotið siðareglur Alþingis þegar hún lét þau orð falla að rökstuddur grunur væri um refsivert athæfi Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna aksturspeninga. Frá þessu er sagt í Fréttablaðinu.

Byggist brot Þórhildar Sunnu á notkun á hugtakinu rökstuddur grunur, að mati siðanefndar, og mati á því hvort hún hefði notað hugtakið í lögfræðilegri merkingu þess. Í niðurstöðu siðanefndar segir að fullyrðingar þingmanns um rökstuddan grun um refsivert athæfi annars þingmanns gefi til kynna að hann búi yfir áþreifanlegum upplýsingum þar að lútandi enda kunni þingmenn í krafti trúnaðarstöðu sinnar að hafa aðgang að ýmsum gögnum og upplýsingum.

„Það er mat siðanefndar að órökstuddar aðdróttanir af hálfu þingmanna um refsiverða háttsemi annarra þingmanna sé til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess. Slíkt hefur óneitanlega neikvæð áhrif á traust almennings til Alþingis,“ stendur í niðurstöðunni.

Leitar til forsætisnefndar

Þórhildur segir niðurstöðuna orka tvímælis.

„Ég mun senda inn greinargerð til forsætisnefndar og andmæla því sérstaklega að þetta hafi ekkert með sannleiksgildi orða minna að gera. Ég mun fara fram á að forsætisnefnd vísi málinu aftur til siðanefndar til frekari meðferðar með vísan til greinargerðar minnar,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Fréttablaðið.

„Ég er mjög viðkvæmur fyrir því“

Ásmundar fékk endurgreiddar 4,2 milljónir frá Alþingi vegna aksturs á eigin bíl árið 2017, sem var langhæsta endurgreiðsla á aksturspeningum af öllum sitjandi þingmönnum, en sagt var frá þessu í byrjun síðasta árs. Málið vakti mikla athygli og sagði Ásmundur í viðtali við Bylgjuna í október í fyrra hafa leitað sér hjálpar vegna meints eineltis sem hann hefur þurft að þola af hendi fjölmiðla. Þá var hann spurður hvort hann ætlaði að leita réttar síns.

Ásmundur Friðriksson.

„Nei, nei. Ég reyndar gerði það þegar Þórhildur Sunna sagði að ég hefði stolið fé af þinginu, en mér var ráðlagt að gera það ekki, því svona meiðyrðamál er ekki vís til að vinnast. En skömmin er hennar og þáttastjórnandans sem hún sagði þetta hjá, það eru engar síur gerðar á þessu. Því var haldið fram í mörgum fjölmiðlum að ég væri þjófur og það er þyngra en tárum tekur að búa við það. Ég er mjög viðkvæmur fyrir því.“

Forsætisnefnd skoðaði akstursgreiðslur Ásmundar og komst að þeirri niðurstöður að engar upplýsingar eða gögn sýndu fram á refsiverða háttsemi. Því var rannsókn á málinu hafnað, en niðurstaða forsætisnefndar var birt í nóvember á síðasta ári. Var það samflokksmaður Þórhildar Sunnu, Björn Leví Gunnarsson, sem sendi erindi til forsætisnefndar og krafðist þess að Alþingi rannsakaði allan aksturskostnað þingmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Gunnar um „hótun“ Sigurðar –„Farið þið bara, það er ekki eins og þið gerið gagn með því að blóðmjólka almenning“

Gunnar um „hótun“ Sigurðar –„Farið þið bara, það er ekki eins og þið gerið gagn með því að blóðmjólka almenning“
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Ólöf spyr hvað hafi orðið um fjármunina – „Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka – Hver er gráðugur?“

Ólöf spyr hvað hafi orðið um fjármunina – „Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka – Hver er gráðugur?“
Eyjan
Í gær

Vigdís segir Dag færa umræðuna niður á leikskólastig – Vissi ekki hvað umferðarljós væru

Vigdís segir Dag færa umræðuna niður á leikskólastig – Vissi ekki hvað umferðarljós væru
Eyjan
Í gær

Ólafur mikið fjarverandi vegna veikinda: Kallaði ekki inn varaþingmann, sem kemur úr öðrum flokki

Ólafur mikið fjarverandi vegna veikinda: Kallaði ekki inn varaþingmann, sem kemur úr öðrum flokki
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkið reiknar ekki með auknum vinsældum Borgarlínu – „Ekki er útlit fyrir að það gerist á næstu áratugum“

Ríkið reiknar ekki með auknum vinsældum Borgarlínu – „Ekki er útlit fyrir að það gerist á næstu áratugum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Landsvirkjun: Gjaldskrárbreytingar í samræmi við lífskjarasamninga

Landsvirkjun: Gjaldskrárbreytingar í samræmi við lífskjarasamninga