fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Ásmundur þurfti að leita sér hjálpar vegna Stundarinnar: „Ég er mjög viðkvæmur fyrir því“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. október 2018 12:14

Ásmundur Friðriksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson,  þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hann sé lagður í einelti af Stundinni, Kjarnanum og RÚV. Hann lét þessi orð falla í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilefnið er að Ásmundur sagði í fyrradag að „SS-menn“ að sunnan kæmu í veg fyrir framfarir á Vestfjörðum.

Smári McCarthy gagnrýndi hann fyrir að líkja íslenskum stofnunum við stormsveitir Hitlers. Ásmundur dró svo í land í ræðu á Alþingi í gær og fullyrti að hann hafi mismælt sig, hann hafi skrifað á minnisblað sitt „SS“, sem skammstöfun fyrir „sérfræðingar að sunnan“, en óvart lesið það upp. Jón Gnarr deildi tísti fyrr í dag þar sem sjá má þegar Ásmundur lætur orðin falla.

Ásmundur vildi meina í Bítinu í morgun að hann væri lagður í einelti og þetta mál sýndi það. „Í þessari umræðu þá var mér ekki mikið gáttlæti í huga, þetta er alvarlegt mál. Um leið og ég var búinn að flytja ræðuna þá stendur þingmaður Pírata upp og skellir því fram að ég sé að blanda saman sérsveitum nasista inn í umræðuna. Mér dauðbrá og fannst það ömurlega leiðinlegt og alls ekki viðeigandi. Maður reynir ekki að slá um sig með því að bera sjálfan sig eða aðra við slík samtök. Þannig að mér fannst þetta mjög miður,“ sagði Ásmundur.

Hann hélt áfram og vildi meina að umfjöllun fjölmiðla á orðum hans væri runnin undan rifjum Pírata. „Þegar Píratarnir fara í mig í þinginu þá er eins það sé blístrað á hund, þá mætir Stundin og Kjarninn, og reyndar oftast Ríkisútvarpið líka, og taka undir. Án þess að nokkuð sé hugsað um það hvað sé verið að segja. Þessir fjölmiðlar tóku upp langa kafla og ræddu mig og svo langan kafla um starfsemi SS-sveita nasista. Ég vil nú segja að það lýsir þeim meira en mér,“ segir Ásmundur en rétt er að geta þess að einungis Kjarninn fjallaði um SS-sveita orð hans.

Hér fyrir neðan má lesa samtal Ásmundar við þáttastjórnendur

Ertu að segja að þessir fjölmiðlar sem þú nefndir séu í herferð gegn þér?

„Einelti.“

Eru Stundin og Kjarninn í einelti? Og RÚV líka?

„Ég hef upplifað það.“

Að hvaða leyti? Eru þau alltaf að reyna að spyrða þig við öfgaþjóðernishreyfingar?

„Það er bara, frá því að ég fór að tala um hælisleitendur, þá hef ég verið settur á svartan lista af ákveðnum hópi fólks, fjölmiðlafólks. Það er bara alveg nákvæmlega sama hvað ég segi í þinginu, ef það er eitthvað andstætt þeirra hugsjónum eða ég er með skoðanir sem þeim fellur ekki í geð, þá er ég bara tekinn. Í þessu bílamáli mínu, mér er sagt af fólki sem hlustar á morgunþátt Rásar 2, það hafi bara hætt því í tvo mánuði í nánast hverjum einasta þætti þá var þessu máli velt upp. Þessir fjölmiðlar, Stundin, fór að blanda eiginkonu minni inn í umræðuna og gjaldþroti fyrirtækis okkar í Vestmannaeyjum fyrir 15 árum. Jafn óskemmtileg reynsla og það var fyrir alla, sem maður hefur aldrei andlega jafnað sig á. Eftir svona gusugang þá þarf maður bara aðstoð.“

Finnst þér þú hafa verið beittur órétti af þessum fjölmiðlum? Hefurðu hugleitt að leita réttar þíns?

„Nei, nei. Ég reyndar gerði það þegar Þórhildur Sunna sagði að ég hefði stolið fé af þinginu, en mér var ráðlagt að gera það ekki, því svona meiðyrðamál er ekki vís til að vinnast. En skömmin er hennar og þáttastjórnandans sem hún sagði þetta hjá, það eru engar síur gerðar á þessu. Því var haldið fram í mörgum fjölmiðlum að ég væri þjófur og það er þyngra en tárum tekur að búa við það. Ég er mjög viðkvæmur fyrir því.“

Þú sagðir að þú hafir leitað þér aðstoðar?

„Já, ég gerði það. Ég átti bara mjög erfitt með að standa undir þessu. Það segja allir: „Það les enginn Stundina“ en þetta er bara allt öðru vísi. Það leggjast bara þyngsli yfir mann og þetta er bara mjög erfitt. Fjölskyldan, eiginkonan og börnin og bræður mínir og nánustu ættingjar taka þetta mjög nærri sér. Ég fann ekki fyrir miklum stuðningi.“

Innan flokksins?

„Jaa, auðvitað voru mjög margir sem studdu mig en það hafa fáir staðið upp. Ég var miklu meira var við það, þegar ég var að reyna að verja mig, til dæmis þegar ég fór í Kastljósið, það var umdeilanlegt að ég hefði átt að gera það miðað við þessar kringumstæður sem ég var í sjálfur. Ég átti bara erfitt með að höndla umræðuna og maður er ekki vanur þessu.“

Ekki náðist í Ásmundi við vinnslu frétt og því ekki vitað í hverju aðstoðin er nákvæmlega folgin, hvort það sé sálfræðingur, prestur eða góður vinur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Matthías segist telja að Hatari hafi brotið reglurnar

Matthías segist telja að Hatari hafi brotið reglurnar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hatara ógnað vegna Palestínufánans – Sjáðu myndbandið: „Ég er mjög hrædd núna“

Hatara ógnað vegna Palestínufánans – Sjáðu myndbandið: „Ég er mjög hrædd núna“
Fréttir
Í gær

Langveikum heyrnarlausum mismunað – Fastar í fátæktargildru á meðan aðrir njóta lífsins

Langveikum heyrnarlausum mismunað – Fastar í fátæktargildru á meðan aðrir njóta lífsins
Fréttir
Í gær

Ásmundur færði Íþróttasambandi fatlaðra tvær milljónir og blómvönd

Ásmundur færði Íþróttasambandi fatlaðra tvær milljónir og blómvönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólga innan FKA – Vel skipulögð hallarbylting – Nýr formaður vísar gagnrýni á bug

Ólga innan FKA – Vel skipulögð hallarbylting – Nýr formaður vísar gagnrýni á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland minnist Helga: „Sorgin hverfur aldrei“

Inga Sæland minnist Helga: „Sorgin hverfur aldrei“