fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Kolbrún Baldursdóttir: „SKRIFAÐU UNDIR OG ÞEGIÐU eru skilaboðin frá meirihlutanum“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. maí 2019 10:02

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, sem áður hefur sagt að ársreikningar Reykjavíkurborgar séu „ansi mikið fegraðir“ hyggst ekki skrifa undir þá nema að settum fyrirvörum og skilyrðum.

„SKRIFAÐU UNDIR OG ÞEGIÐU eru skilaboðin frá meirihlutanum til okkar í minnihlutanum í dag,“

sagði Kolbrún í samtali við Eyjuna. Hún hefur ráðfært sig við endurskoðanda vegna málsins og hyggst ekki skrifa undir ársreikninginn nema hún geti vísað í fyrirvara:

„Það stendur styr um hvað undirskriftirnar þýða í raun; hvort það sé lögbrot að skrifa ekki undir og svo framvegis. Það eru ansi margar hliðar á þessu og sennilega aldrei verið eins mikil læti í kringum ársreikning borgarinnar. Ég hef ráðfært mig við endurskoðanda og mun skrifa undir aðeins ef ég get vísað í fyrirvara, bókun sem birt verður í fundargerð þar sem ég tjái mig um efnislegt innihald,“

segir Kolbrún.

Samþykkja ekki framúrkeyrslu

Óvissa er með réttarfarsleg áhrif undirritunar ársreiknings Reykjavíkurborgar og hafa Sjálfstæðismenn í borgarstjórn einnig sagst ætla að setja fyrirvara við undirritun þeirra, þar sem þeir samþykki ekki gjörðir sem kunni að vera ólögmætar, eins og framúrkeyrsluna á bragganum og Hlemmi Mathöll.

Samkvæmt minnisblaði frá fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar, jafngildir undirritun ársreiknings samþykki á öllum fjárútlátum borgarinnar, líka þeim sem fóru langt fram úr áætlun. Með undirritun væri minnihlutinn því að samþykkja braggamálið, Hlemm Mathöll, Félagsbústaði og öll hin verkefnin sem farið hafa framúr áætlunum í kostnaði.

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er óheimilt að greiða fyrir verk án heimildar og hafa fulltrúar minnihlutans sagt að með undirritun væri verið að setja fordæmi fyrir óheimilum fjárútlátum í framtíðinni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn